Eignin, sem stendur við Eikjuvog, er upprunalega teiknuð með fjórum svefnherbergjum en búið er að sameina tvö í eitt stórt rými og breyta bílskúr í stúdíóíbúð sem gefur möguleika á leigutekjum. Ásett verð er 139,8 milljónir.
Í fasteignaauglýsingunni kemur fram að eignin sé skráð 160 fermetrar en sé í raun 175 fermetrar þar sem óskráð er sjónvarpsherbergi/sólskáli sem er opinn inn frá stofu og upphitaður. Það er stór pallur fyrir aftan húsið.
Það hafa verið talsverðar framkvæmdir síðustu ár og má lesa nánar um eignina og skoða fleiri myndir á fasteignavef DV.