Bresku sjónvarpsþættirnir The Great British Bake Off valda því að bandaríski leikarinn David Schwimmer breytist í grátbarn.
„Ég tárast,“ segir leikarinn við Page Six og bætir við að uppáhalds keppandinn hans á síðasta tímabili hafi verið Nelly Ghaffar.
„Það er kona í þáttaröðinni sem hefur stolið hjarta mínu. Hún er frá Slóvakíu.“
Schwimmer kom fram í sérstökum þætti af þáttaröðinni árið 2023 þar sem stjörnurnar mættu til að safna fé til krabbameinsrannsókna. Þar vann Schwimmer til verðlauna og fékk hið eftirsótta Paul Hollywood handaband fyrir grænmetis- og karrýpottböku.
„Satt að segja hef ég aldrei fengið mér tófú sem ég hef notið áður,“ sagði Hollywood áður en hann rétti stjörnunni höndina. „Þetta er frábær baka.“
Schwimmer má næst sjá í þáttaröðinni Goosebumps: The Vanishing þar sem hann leikur Anthony Brewer, fyrrverandi grasafræðiprófessor og fráskilinn faðir tvíbura sem eru sendir til að eyða sumri í hverfi föður síns, sem heitir því viðeigandi nafni Gravesend, Brooklyn.
Schwimmer viðurkennir að hann hafi aldrei lesið Gæsahúð skáldsögur R.L. Stine fyrir dóttur sína, Cleo, sem er 13 ára, á meðan hún var að alast upp, en hann hafði auðvitað heyrt um bókaflokkinn og vissi um vinsældir hans.
„Ég er mikill aðdáandi hryllings-hasar-gamanmyndategundarinnar, og ég hef bara aldrei getað leikið í þeirri tegund, svo ég var mjög, virkilega spenntur,“ segir Schwimmer. Hann segir það líka bónur að þættirnir voru teknir upp í New York, þar sem hann býr.
„Ég fæddist í Queens og við skutum um alla Queens og Brooklyn. … Mér fannst þetta bara of gott tækifæri til að sleppa,“ segir hann.
Schwimmer deilir sameiginlegri ástríðu með með persónu sinni: ást á plöntum.
„Ég er bókstaflega með appið í símanum mínum … þar sem þú setur myndavélina þína á hvaða plöntu sem er í heiminum og appið segir þér strax allt um plöntuna. Ég er bókstaflega þessi gaur!“