fbpx
Miðvikudagur 05.febrúar 2025
Fókus

Jón Gnarr ekki sáttur við ættingja og vini – „Mér finnst þetta oft særandi og tillitslaust“

Fókus
Föstudaginn 10. janúar 2025 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Gnarr skemmtikraftur, rithöfundur, leikari og alþingismaður ber sig afar illa í Facebook-færslu sem hann birti fyrr í kvöld. Þar segist hann hafa verið veikur í allan dag og er ekki sáttur við viðbrögð ættingja hans og vina við veikindunum.

Jón lýsir veikindum sínum með eftirfarandai hætti:

„Ég er nú ekki týpan sem vorkenni mér eða finnur sér eitthvað til að kvarta yfir, eins og svo margir gera í dag. En nú er ég búinn að vera veikur í allan dag, hrökk upp í nótt í svitabaði og með andfælum. Ég var með svo mikinn hita að ég var næstum með óráði. Náði að staulast á klósettið, en með herkjum þó. Mér fannst eins og ég hefði verið stunginn í gegnum brjóstið með ryðguðum rýtingi. Þyngsli yfir brjósti. Hiti. En verstir hafa beinverkirnir verið. Þetta eru ekki þessir saklausu liðverkir sem flest fólk kannast við heldur er allt beinið undirlagt alveg inn í merg. Mergverkir.“

Jón segist hafa samviskusamlega upplýst ættingja sína og vini um veikindin í fjölda símtala en hann segist afar ósáttur við viðbrögðin:

„Ég hef verið að hringja í ættingja og vini til að upplýsa þau um ástand mitt. Eins og svo oft áður er þessum símtölum svarað af áhugaleysi og enda gjarnan á orðunum:

-Láttu þér batna!

Mér finnst þetta oft særandi og tillitslaust. Sjúklingur á ekki sjálfur að láta sér batna heldur gerist það með umönnun, hlýju og skilningi. Hættum að skipa fárveiku fólki að láta sér batna. Sýnum skilning í stað frasa.“

Væl?

Margir vina Jóns skilja eftir athugasemdir við færsluna sem ekki verður betur séð en að feli einmitt í sér þau viðbrögð sem Jón er að gera athugasemd við. Athugasemdirnar eru þó flestar öllu hlýlegri, en sú setning sem Jón segir óásættanlega, og uppskera í flestum tilfellum góð viðbrögð frá Jóni.

Óttar Proppé aðalsöngvari hljómsveitarinnar Ham og fyrrum heilbrigðisráðherra skrifar:

„Bestu bata og baráttukveðjur herra minn góður.“

Jón Ólafsson tónlistarmaður skrifar:

„Gangi þér vel elsku vinur.“

Jónas Sen tónlistargagnrýnandi skrifar:

„Blessaður stúfurinn.“

Þórður Helgi Þórðarson útvarpsmaður á Rás 2 og gamall samstarfsmaður Jóns stenst hins vegar ekki freistinguna að hnýta aðeins í sinn gamla félaga. Hann birtir gamalt myndband úr hljóðveri þar sem Jón heyrist barma sér vegna veikinda og Þórður segir við hann:

„Ég hef sjaldan hitt mann sem vælir jafn mikið og þú, Jón.“

Jón andmælir því í myndbandinu og svarar Þórði í athugasemdakerfinu á eftirfarandi hátt:

„Þetta er nú ómaklegt af þér að grafa upp einhverja gamla upptöku bara af því að ég er orðinn þingmaður. Þið fjölmiðlafólk eruð öll eins!!“

Þórður Helgi svarar Jóni fullum hálsi og boðar fleiri afhjúpanir:

„Ég geri ráð fyrir fallegum hlutum þetta kjörtímabil! Ég á meira.“

Ekki verður þó betur séð en þessi samskipti Þórðar Helga og Jóns séu sett fram í léttum dúr.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Páll Óskar sýnir umbúðirnar eftir kjálkabrotið – „Ég er ótrúlega hissa“- Myndband

Páll Óskar sýnir umbúðirnar eftir kjálkabrotið – „Ég er ótrúlega hissa“- Myndband
Fókus
Fyrir 3 dögum

Stebbi JAK gerir upp árásina: „Það voru allavegana tólf manns sem voru að reyna að valda mér skaða og náðu því töluvert“

Stebbi JAK gerir upp árásina: „Það voru allavegana tólf manns sem voru að reyna að valda mér skaða og náðu því töluvert“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Stórglæsileg Viðurkenningarhátíð FKA

Stórglæsileg Viðurkenningarhátíð FKA
Fókus
Fyrir 5 dögum

Kirkjusókn ungra íslenskra karlmanna að aukast – Skipuleggja messuferðir á Snapchat og lesa biblíuna

Kirkjusókn ungra íslenskra karlmanna að aukast – Skipuleggja messuferðir á Snapchat og lesa biblíuna