fbpx
Laugardagur 25.janúar 2025
Fókus

Helgi Jean rakst harkalega á vegg miðlífskrísunnar – „Ég gat ekki séð fyrir mér að lífið myndi batna“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 10. janúar 2025 12:15

Helgi Jean Claessen er gestur vikunnar í Fókus.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helgi Jean Claessen, hlaðvarpskóngur, lífsstílsþjálfi og rekstrarmaður, rakst harkalega á vegg miðlífskrísunnar árið 2023. Síðasta ár fór í að vinna sig í gegnum krísuna og kom hann sterkari út úr henni en nokkurn tíma áður. Hann aðstoðar nú aðra sem eru að ganga í gegnum erfiðleika, en hann tekur að sér lífsstílsþjálfun fyrir hópa, auk þess að vera annar umsjónarmaður vinsæla hlaðvarpsins Hæhæ – Ævintýri Helga og Hjálmars.

Helgi er gestur vikunnar í Fókus, spjallþætti DV. Hann fer um víðan völl í þættinum, sem má horfa á hér að neðan eða hlusta á Spotify og allar helstu hlaðvarpsveitum.

video
play-sharp-fill

Helgi opnaði sig um síðastliðið ár í nýlegri færslu á Instagram og sagði meðal annars:

„Árið var krefjandi því haustið 2023 rakst ég harkalega á vegg miðlífskrísunnar. Bæði móttöku- og sendingarbúnaði fyrir ástina var kippt úr sambandi – og ég hélt það myndi aldrei lagast. Við tóku krefjandi andvökunætur og langir dagar – þar sem ég horfðist í augu við hið eilífa tóm myrkursins. Hugurinn hafði loks reiknað út að lífið væri merkingarlaust með öllu. Allir mínir draumar höfðu ræst – og allt var ömurlegt. Þetta eru skrýtin tímamót. Mjög skrýtin.“

Helgi kom sér í gegnum þessa krísu, sigri hrósandi og sterkari en áður. „Það er talað um 42, það er svona alræmda miðlífskrísutalan og Brené Brown skrifaði mjög góðan pistil um þetta, fyrir þau sem þekkja hana,“ segir hann.

„Í raunninni, það sem gerist er að maður raunverulega áttar sig á því að lífið er endanlegt. Það er rosalega einfalt að tala um það og velta því fyrir sér, öll deyjum við öll daginn […] Það var eitthvað sem bara allt í einu kikkaði inn. Þetta gerðist um haust og var búið að gerast samhliða rosalega mikilli stækkun.“

Prófaðu að endurhlaða síðuna ef þú sérð ekki færsluna hér að neðan.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Helgi Jean Claessen (@helgijean)

Hugvíkkandi ferðalag opnaði fyrir raunveruleikanum

Árið 2019 var stórt ár fyrir Helga. „Ég sprakk mjög hratt út þetta ár. Ég keypti hús, fór að gera það upp á fullu, ég byrjaði með hlaðvarpið Hæhæ sem varð vinsælt yfir nóttu. Við fórum að halda sýningar, seldum upp í Gamla Bíó, fórum að halda pub quiz og skemmtanir. Ofan í þetta kom síðan Covid, og ég held að fæstir geri sér grein fyrir hvað það fólst mikill félagslegur einmanaleiki í því tímabili, það var eins og retreat fyrir alla, nú ertu bara sendur heim til þín,“ segir hann.

„Og að koma út úr þessi tímabili og svo fór ég á svolítið stórt hugvíkkandi ferðalag árið 2023, það sem það gerir er í raun og veru opnaði fyrir raunveruleikanum.“

Efri og neðri hluti áttunnar

Helgi segir að þetta sé allt partur af ferðalaginu. „Öll stækkun er bara þannig að maður er alltaf að gera það sem manni líður réttast með. Það er kannski einfaldast að tala um þetta sem áttu, það er efri partur af áttunni og svo neðri partur,“ segir hann og útskýrir nánar:

„Efri parturinn á áttunni er hugmyndirnar, allar væntingarnar, draumarnir, allt sem okkur langar til að gera og fáum dópamín fílinginn. Svo geturðu farið að vinna í því og látið það gerast. Til dæmis segjum að eignast peninga: Núna langar mig að eignast pening…. Þú ert búinn að vera í neðri áttunni, sem er raunveruleikinn. Það er búið að ganga illa og það er erfitt, svo kemstu yfir í efri áttuna: Mig langar að eignast pening og gera þetta og hitt… Svo byrjar það kannski að takast og þú átt allt í einu pening.

Þá kemur neðri áttan: Hvað þýðir það raunverulega að eiga pening? Ef maður á ekki pening, eins og fyrir mig, þá heldur maður að þetta sé ótrúlega áhyggjulaust og auðvelt líf; að eiga peninga. Svo þegar þú átt allt í einu pening þá ferðu að fatta að það er allt annar raunveruleiki en þú hélst að það yrði. Þú hélst kannski að þú myndir vera alltaf vera ótrúlega hamingjusamur ef þú ættir pening, svo kemur bara í ljós að vináttur jafnvel breytast, maður breytist um stöðu í einhverjum stigum [samfélagsins].“

Helgi Jean er gestur vikunnar í Fókus.

Andlegt gjaldþrot

Helgi útskýrir hvað hann átti við með „móttöku- og sendingarbúnaði“ ástarinnar.

„Það kemur einhver tími þar sem maður er búinn að vera að elta skottið á sjálfum sér, að reyna að láta drauma sína rætast, ímynda sér að ef þetta myndi gerast þá myndi allt verða svo æðislegt. Og lífið er bara þannig að það kemur alltaf í ljós hvað raunverulega skiptir máli. Og við lifum alltaf í tveimur heimur. Það sem kemur til manns á þessum tíma, öll þessi ytri velgengni, húsið, kakókastalinn eða bíllinn… maður raunverulega fer inn í að þú bara glatar því, það verður andlegt gjaldþrot,“ segir hann og líkir þessu við fjárhagslegt gjaldþrot.

„Þegar bankareikningurinn er frystur og þú getur hvorki tekið við peningum né eytt pening. Ég upplifði svona andlegt gjaldþrot þar sem ég gat ekki gefið sanna ást frá mér, þó ég gerði mitt besta […] og ég gat heldur ekki tekið við því ef fólk var að þakka mér fyrir eða gera eitthvað. Ég var alveg dofinn. Sem þýddi það að þá labbar maður um eins og Palli einn í heiminum. Mér leið eins og ég hafi fattað stóra fattið, lífið er merkingarlaust og það hefur engan tilgang.“

Gat sett sig í erfið spor

Fyrir þetta hafði Helgi alltaf átt erfitt með að skilja fólk sem tekur eigið líf. „Svo þegar maður fer á þennan stað þá skilur maður hvað myndi gera það að verkum […] Ef þú labbar um einn í heiminum og hefur enga tengingu við neinn, það er svo einangrandi og þarna reynir á traustið raunverulega,“ segir hann.

„Þú fattar að þú einn raunverulega heldur þér. Það er bara þú sem heldur utan um þig. Auðvitað á maður stuðning og ég fór í gegnum þetta með stuðningi vina og fór í þerapíur og ég var á fullu.“

Mynd/Instagram @helgijean

Allt í toppmálum þannig hvað er hægt að laga?

„Vandamálið við þessa miðlífskrísu var að áður fyrr hefði ég getað hætt drykkjunni, eða þegar ég hafði tekið krísu í kringum fjármál og verið í einhverju basli með fyrirtæki, þá var allavega eitthvað fyrirtæki sem fór í þrot og ég hélt áfram,“ segir hann.

En þarna var allt í toppmálum en innra líf Helga í molum. „Svo bætist líka einhver andvaka inn í þetta. Þegar maður liggur í stóra tómi, starir bara dauðann í andlitið. Eins og Brené Brown segir: Þetta er ekki eins og að upplifa undirbúning fyrir dauðann, þetta er dauðinn einhvern veginn. Upplifir svona dauðann og það var ekkert sem hugurinn minn gat sagt mér með þetta, ég gat ekki séð fyrir mér að lífið myndi batna. Þú bara heldur áfram án þess að sjá fyrir þér að nokkuð muni batna,“ segir hann.

„Ég er búinn að vera mjög lengi í þessum sjálfshjálparbransa, sem er líka hálfpartinn auðmýkjandi, búinn að vera að vinna mikið í mér og hvernig enda ég á þessum stað? En lífið er alveg þannig að það er alltaf með áskoranir og próf.“

Helgi segir frá því í þættinum um hvað hann gerði til að koma sér í gegnum þessa krísu og hvernig hann kom út úr henni sterkari en áður. Horfðu á þáttinn hér að ofan eða hlustaðu á Spotify.

Helgi er á leiðinni til Balí á morgun og verður í mánuð. Hann mun vera virkur á Instagram og leyfa áhugasömum að fylgjast með ferðalaginu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Verðlaunablaðamaður selur einbýli í grónu hverfi Garðabæjar

Verðlaunablaðamaður selur einbýli í grónu hverfi Garðabæjar
Fókus
Fyrir 2 dögum

Aron Már um fræga senu Aftureldingar – „Ekki segja neinum og hræktu á bakið á mér“

Aron Már um fræga senu Aftureldingar – „Ekki segja neinum og hræktu á bakið á mér“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Er steinhissa á því sem hann sér aftur og aftur á Íslandi

Er steinhissa á því sem hann sér aftur og aftur á Íslandi
Fókus
Fyrir 4 dögum

Einkaspæjari afhjúpar nýja leið hvernig makar fela framhjáhald – Forrit sem er í öllum iPhone símum og vekur engar grunsemdir

Einkaspæjari afhjúpar nýja leið hvernig makar fela framhjáhald – Forrit sem er í öllum iPhone símum og vekur engar grunsemdir
Hide picture