Aðdáendur ástralska leikarans Hugh Jackman eru tvístíga eftir að Jackman opinberaði samband hans og bandarísku leikkonunnar Sutton Foster á mánudag.
Jackman, 56 ára, og eiginkona hans Deborra-Lee Furness fóru hvort í sína áttina í september 2023 eftir tæplega þriggja áratuga hjónaband. Fljótlega komst sá orðrómur á kreik að Jackman væri í sambandi með Sutton, 49 ára. Sutton sótti um skilnað frá eiginmanni sínum Ted Griffin í október á síðasta ári. Þau voru gift í tíu ár og eiga þau saman dótturina Emily, sjö ára.
Á mánudag svöruðu Jackman og Sutton loks gróusögunum og opinberuðu samband sitt þar sem þau sáust haldast í hendur á stefnumóti í Santa Monica, Kaliforníu, nokkrum dögum eftir að Hugh var áhorfandi á leikriti Sutton í Los Angeles.
Aðdáendur Jackman virðast skiptast í tvo hópa yfir nýju ástarsambandi kappans, og eru margir reiðir og sýna fyrrum eiginkonu hans stuðning.
„Virðing mín fyrir honum hefur minnkað. Ég er með Deb í liði.“
„Ég veit að ástin getur slokknað, en ég er mjög vonsvikinn með hann. Ég hélt virkilega að hann væri með Deb fyrir fullt og allt.“
„Herra góði gaurinn-nei alls ekkiI! Lið Deb.“
„Hélt að hann væri einn af góðu strákunum. Hann hefur tapað trúverðugleika sínum.“
Hins vegar voru aðrir aðdáendur fljótir að sýna Hollywood-stjörnunni stuðning þegar þeir lýstu því hversu yndislegt það er að Jackmann virðist hafa fundið ástina aftur.
„Er ég sá eini sem líkar við þau saman?“
„Hugh Jackman og Sutton Foster eru nú pari. Frábært að Hugh hafi fundið ástina aftur.“
„Hann er yndi… Debbie og hann voru aðskilin fyrir löngu síðan.“
Jackman og Foster léku saman á Broadway í aðalhlutverkum í margrómaðri uppsetningu á klassíska söngleiknum The Music Man árið 2022.
Deb var sögð vera „brjáluð af reiði“ yfir því að vera „síðust til að vita“ um ástarsamband Jackman og Foster.
Samkvæmt Radaronline var Deb sérstaklega reið út í náinn vin Jackman, Ryan Reynolds, og eiginkonu hans Blake Lively, en heimildarmaður sagði þau hafa þagað vegna trúnaðar við Jackman.
Jackman ætlaði að kynna Foster fyrir börnum sínum og Furness, Oscar, 24 ára, og Ava, 19 ára, yfir jólahátíðina. Hins vegar var Furness að sögn „ekki hrifin af hugmyndinni“ með heimildarmanni sem fullyrti að hún vildi ekki blönduð fjölskyldujól.
„Þetta er viðkvæmt mál og honum finnst eins og ef einhver ætlar að verja minni tíma með krökkunum á þessu ári þá sé það hann.“
Jackman hneykslaði aðdáendur þegar hann tilkynnti skilnað sinn frá eiginkonu sinni til 27 ára Furness í september 2023.
„Við höfum átt því láni að fagna að deila næstum þremur áratugum saman sem eiginmaður og eiginkona í yndislegu, ástríku hjónabandi,“ sagði parið í sameiginlegri yfirlýsingu. „Ferðalag okkar núna er að breytast og við höfum ákveðið að skilja. Fjölskyldan okkar hefur verið og verður alltaf forgangsverkefni okkar. Við kunnum mjög að meta skilning ykkar á því að virða friðhelgi einkalífs okkar þar sem fjölskylda okkar siglir um þessi umskipti í lífi okkar allra.“