fbpx
Miðvikudagur 05.febrúar 2025
Fókus

Þessar stjörnur misstu heimili sín í Los Angeles – Mörg þekkt nöfn á listanum

Fókus
Fimmtudaginn 9. janúar 2025 09:31

Cobie Smulders, Anna Faris og hjónin Leighton Meester og Adam Brody. Myndir/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margar af skærustu stjörnum Hollywood eru í sárum eftir að hafa misst heimili sín í skógareldunum í Los Angeles. Yfirvöld hafa staðfest að fimm eru látnir í eldunum sem loga nú á sex stöðum í úthverfum borgarinnar.

Daily Mail tók saman lista yfir þá frægu einstaklinga sem misst hafa heimili sín í eldunum og þar má einnig sjá myndir af brunarústunum. Í þessum hópi eru heimili Anthony Hopkins, John Goodman og Miles Teller. Fleiri stjörnur eru sagðar bíða milli vonar og ótta um fregnir af stöðu mála.

DV greindi frá því í morgun að leikarinn Billy Crystal hefði misst heimili sitt til 46 ára en þar ól hann meðal annars upp börn sín. Hjónin Miles og Keleigh Teller keyptu eign sína í apríl 2023 en hún var byggð árið 2015. Þar var meðal annars að finna bíósal og líkamsræktarsal sem er allt að því staðalbúnaður á glæsilegum heimilum leikara í Hollywood.

Sjá einnig: Billy Crystal missti heimili sitt til 46 ára – Paris Hilton horfði á húsið sitt brenna

Leikarinn Eugene Levy, sem margir þekkja úr American Pie, missti heimili sitt og það sama má segja um leikarahjónin Adam Brody og Leighton Meester. Þau keyptu eign sína árið 2019 fyrir um milljarð króna og bjuggu þar ásamt tveimur ungum dætrum sínum.

Heimili gamanleikkonunnar Önnu Faris brann til kaldra kola en það var metið á um fimm milljónir dollara. Á myndum sést að nær ekkert er eftir af húsinu. Paris Hilton, hótelerfingi og fyrrverandi raunveruleikastjarna horfði á heimili sitt brenna til kaldra kola í beinni sjónvarpsútsendingu.

Sjónvarpskonan Sandra Lee býr á hóteli eftir að heimili hennar í Palisades brann til grunna en hún hefur sagt að ekki komi annað til greina en að byggja húsið aftur.

Spjallþáttastjórnandinn fyrrverandi Ricki Lake missti heimili sitt í eldsvoðunum en hún keypti það árið 2014. Aðeins eru þrjú ár síðan hún giftist eiginmanni sínum, Ross Sussman, í garðinum við húsið.

Raunveruleikastjörnurnar Spencer Pratt og Heidi Montag greindu frá því í gær að þau hefðu misst heimili sitt í skógareldunum. Heidi tjáði sig um málið á samfélagsmiðlum þar sem hún sagðist vera í öngum sínum yfir stöðunni í borginni.

Þá er fyrrverandi heimili Matthew Perry heitins á meðal þeirra sem brunnu, en Perry lést í húsinu í október 2023. Húsið var nýlega selt fyrir 8,5 milljónir dollara. Leikarinn James Woods tilkynnti einnig í gær að hann hefði misst sitt heimili í brununum.

Star Wars-leikarinn Mark Hamill þurfti að flýja heimili sitt í Malibu á þriðjudagskvöld en óvíst hvort eldtungurnar hafi náð að læsa sig í húsi hans. Þá er óvíst hvort hús í eigu Ben Affleck hafi brunnið en hann flúði heimili sitt og þegar eldarnir fóru að nálgast það. Þá kveðst leikkonan Jamie Lee Curtis ekki vita stöðuna á sínu heimili.

General Hospital-leikarinn Cameron Mathison greindi svo frá því að heimili hans hefði gjöreyðilagst og sömu sögu er að segja af leikkonunni Cobie Smulders sem margir þekkja úr þáttunum How I Met Your Mother. Hún keypti húsið árið 2017 ásamt eiginmanni sínum, Taran Killam, og borguðu hjónin 5,6 milljónir dollara fyrir það.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Páll Óskar sýnir umbúðirnar eftir kjálkabrotið – „Ég er ótrúlega hissa“- Myndband

Páll Óskar sýnir umbúðirnar eftir kjálkabrotið – „Ég er ótrúlega hissa“- Myndband
Fókus
Fyrir 3 dögum

Stebbi JAK gerir upp árásina: „Það voru allavegana tólf manns sem voru að reyna að valda mér skaða og náðu því töluvert“

Stebbi JAK gerir upp árásina: „Það voru allavegana tólf manns sem voru að reyna að valda mér skaða og náðu því töluvert“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Stórglæsileg Viðurkenningarhátíð FKA

Stórglæsileg Viðurkenningarhátíð FKA
Fókus
Fyrir 5 dögum

Kirkjusókn ungra íslenskra karlmanna að aukast – Skipuleggja messuferðir á Snapchat og lesa biblíuna

Kirkjusókn ungra íslenskra karlmanna að aukast – Skipuleggja messuferðir á Snapchat og lesa biblíuna