Hann byrjar daginn á því að drekka einn lítra af vatni. Fyrra glasið er með eplaediki og sítrónusafa en það seinna bara venjulegt vatn.
Næsta sem hann gerir er að stinga andlitinu ofan í kalt vatn og gera öndunaræfingar.
Hann gerir svo nesti fyrir daginn. Fjögur egg, kjúklinga fajitas og samloku.
Síðan er það rótsterkur kaffibolli. „Elska kaffið mitt á morgnanna,“ segir hann.
Síðan hugsar hann um húðina. Hann byrjar á því að nota ljósameðferð á kjálkalínuna, hann boostar síðan húðina með andlitsolíu frá Bláa lóninu og notar Gua Sha, skrapar tunguna og setur á sig ilmvatn.
Næsta skref er ljósameðferð fyrir andlitið og síðan skutlar hann syni sínum í skólann og fer í ræktina.
„Æfi helst á hverjum degi í World Class,“ segir hann.
Eftir sturtu kemur húðrútínan. Gummi setur á sig augnserum, andlitsserum og dagkrem. Og þá er hann tilbúinn í daginn.
Fylgstu með Gumma á Instagram.