fbpx
Fimmtudagur 09.janúar 2025
Fókus

Morgunrútína Gumma Kíró – Öndunaræfingar, ljósameðferð og ræktin

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 9. janúar 2025 10:10

Mynd/Instagram @gummikiro

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kírópraktorinn, athafnamaðurinn og áhrifavaldurinn Guðmundur Birkir Pálmason, betur þekktur sem Gummi Kíró, deildi morgunrútínunni sinni á Instagram í gær.

Hann byrjar daginn á því að drekka einn lítra af vatni. Fyrra glasið er með eplaediki og sítrónusafa en það seinna bara venjulegt vatn.

Mynd/Instagram @gummikiro

Næsta sem hann gerir er að stinga andlitinu ofan í kalt vatn og gera öndunaræfingar.

Mynd/Instagram @gummikiro

Hann gerir svo nesti fyrir daginn. Fjögur egg, kjúklinga fajitas og samloku.

Síðan er það rótsterkur kaffibolli. „Elska kaffið mitt á morgnanna,“ segir hann.

Mynd/Instagram @gummikiro

Síðan hugsar hann um húðina. Hann byrjar á því að nota ljósameðferð á kjálkalínuna, hann boostar síðan húðina með andlitsolíu frá Bláa lóninu og notar Gua Sha, skrapar tunguna og setur á sig ilmvatn.

Mynd/Instagram @gummikiro

Næsta skref er ljósameðferð fyrir andlitið og síðan skutlar hann syni sínum í skólann og fer í ræktina.

„Æfi helst á hverjum degi í World Class,“ segir hann.

Tilbúinn í daginn. Mynd/Instagram @gummikiro

Eftir sturtu kemur húðrútínan. Gummi setur á sig augnserum, andlitsserum og dagkrem. Og þá er hann tilbúinn í daginn.

Fylgstu með Gumma á Instagram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Egill Þór er látinn fyrir aldur fram – Söfnun fyrir ung börn hans – „Vinur sem var alltaf hægt að leita til“

Egill Þór er látinn fyrir aldur fram – Söfnun fyrir ung börn hans – „Vinur sem var alltaf hægt að leita til“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hélt hún hefði pantað fallegt jólaskraut af Temu – „Ég myndi ekki trúa þessu nema ég hefði séð þetta sjálf“

Hélt hún hefði pantað fallegt jólaskraut af Temu – „Ég myndi ekki trúa þessu nema ég hefði séð þetta sjálf“