fbpx
Föstudagur 10.janúar 2025
Fókus

Bergsveinn var sannfærður um að þessi efni væru stórskaðleg – „En forvitni mín varð sterkari en dómharkan“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 9. janúar 2025 08:43

Mynd/Instagram @beggiolafs

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bergsveinn Ólafsson, betur þekktur sem Beggi Ólafs, er doktorsnemi í sálfræði og áhrifavaldur. Hann segir frá því í pistli á Vísi hvernig hans skoðun á hugvíkkandi efnum hefur breyst í gegnum árin.

„Íslendingum finnst yfirleitt eðlilegt að skella í sig nokkrum bjórum á föstudagskvöldi, líða illa á laugardegi og ná sér ekki fyrr en um miðja viku. En um leið og við heyrum um hugvíkkandi efni, eins og sveppi, erum við fljót að dæma þau sem hættuleg fíkniefni. Þetta var líka mín upplifun fyrir nokkrum árum,“ segir hann og bætir við að hann hafi verið sannfærður um að þessi efni væru stórskaðleg og ættu ekkert erindi í umræðu um geðheilbrigði.

„En forvitni mín varð sterkari en dómharkan. Fyrir nokkrum árum fór ég að lesa mér til um hugvíkkandi efni, sérstaklega psilocybinsveppi. Mér fannst áhugavert hvernig vísindamenn og hugsuðir fjölluðu um möguleg jákvæð áhrif þessara efna þegar þau eru notuð í öruggu umhverfi með fagaðstoð.

Þegar ég kafaði dýpra í rannsóknir sá ég að psilocybinsveppir hafa verið rannsakaðir sem meðferðarúrræði við alvarlegu þunglyndi, kvíða, fíkn og áföllum. Kerfisbundnar yfirlitsgreinar, sem taka saman niðurstöður margra rannsókna, benda til þess að þessi efni geti haft veruleg jákvæð áhrif á geðheilbrigði. Til dæmis sýna rannsóknir að hugvíkkandi efni geta sterklega minnkað kvíða og þunglyndi.“

Beggi tekur fram að það sé mikilvægt að nefna að flestar rannsóknir séu á byrjunarstigi. „Því þarf meiri gögn og lengri eftirfylgni til að staðfesta niðurstöður​. Engu að síður sýna rannsóknir að árangur byggist á réttri umgjörð þar sem þátttakendur fá faglega leiðsögn og stuðning​,“ segir hann.

Hver er lærdóurinn?

„Hver er lærdómurinn?“ spyr Beggi og svarar:

„Það er mikilvægt að nálgast þessi efni með forvitni og opnum huga. Þetta þýðir ekki að við eigum að samþykkja þau án umhugsunar, heldur að taka upplýstar ákvarðanir byggðar á rannsóknum, frekar en fordómum,“ segir hann og bendir á ráðstefnuna Psychedelics as Medicine í Silfurbergi í Hörpunni í febrúar næstkomandi.

„Þar munu leiðandi sérfræðingar deila nýjustu rannsóknum á þessu sviði. Hvort sem þú sannfærist eða ekki, þá er það ábyrgð okkar að halda opnu fyrir umræðu sem gæti breytt lífum fólks til hins betra,“ segir hann.

Það má lesa pistil Begga í heild sinni og skoða heimildaskrána hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Egill Þór er látinn fyrir aldur fram – Söfnun fyrir ung börn hans – „Vinur sem var alltaf hægt að leita til“

Egill Þór er látinn fyrir aldur fram – Söfnun fyrir ung börn hans – „Vinur sem var alltaf hægt að leita til“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hélt hún hefði pantað fallegt jólaskraut af Temu – „Ég myndi ekki trúa þessu nema ég hefði séð þetta sjálf“

Hélt hún hefði pantað fallegt jólaskraut af Temu – „Ég myndi ekki trúa þessu nema ég hefði séð þetta sjálf“