Ólafur Darri Ólafsson er einn þekktasti leikari landsins, bæði hérlendis og erlendis. Ólafur Darri er afkastamikill og má sjá hann núna meðal annars á Netflix í þáttaröðinni La Palma og á HBO í þriðju þáttaröð Somebody Somewhere. Næsta verkefni er hlutverk í annarri þáttaröð Severance, sem sýndir eru á Apple TV+. Þar leikur Ólafur Darri Dr. Drumond og hlutverk í kvikmynd í Lettlandi í febrúar/mars auk verkefna hér heima.
Ólafur Darri ræðir ferilinn og daglegt líf í viðtali við Kristínu Sif Björgvinsdóttur í Dagmál. Hann er fæddur í Bandaríkjunum, en uppalinn í Breiðholti frá fjögurra ára aldri, á feril að baki í fjölmiðlum á K100, en byrjaði farsælan leikaraferil sinn í leikhúsum landsins sem færðist svo yfir á hvíta tjaldið í Hollywood í hverju stórhlutverkinu á fætur öðru í sjónvarpsþáttum og kvikmyndum. Ólafur Darri hefur einnig stigið inn í hlutverk framleiðanda og handritaskrifa og vinnur nú að handritaskrifum byggðum á fyrstu bók Skúla Sigurðssonar, Stóri bróðir sem kom út 2022. Þættirnir Reykjavík Fusion verða sýndir á Sjónvarpi Símans í haust og segir vinnu við þættina hafa verið mjög skemmtilega.
Ólafur Darri segist segist feginn að hafa alltaf getað lifað af leiklistinni allt frá útskrift og að ferilinn hafi byggst upp jafnt og þétt og hann umkringdur velviljuðu fólki. Þannig hafi hann verið tilbúinn þegar stóru hlutverkin bönkuðu upp á.
„Ég veit ef ég hefði fengið risahlutverk í míns byrjun ferils og fengið Stjarna er fædd, þá hefði það örugglega verið minn banabiti. Fullt af góðu fólki réð mig í lítil hlutverk og hægt og rólega náði ég að byggja undir mig og þegar ég fékk stóru tækifærin mín þá var ég tilbúinn eða allavega tilbúnari til að fá þau,“ segir Ólafur Darri. „Sumir ráða alveg við að fá risahlutverk og verða frábærir, en ég held að ég hefði ekki ráðið við það. Ég þurfti bara rosa mörg skref.“
Aðspurður um fyrsta risastóra skrefið segir Ólafur Darri það hafa komið í mótlæti, sem hafi verið gott.
„Það eru svo margir hlutir sem maður þarf að læra ef maður ætlar að eiga farsælan feril. Ég þurfti mótlæti, öðru hverju að fá kjaftshögg og áminningu um að heimurinn skuldar manni ekki neitt. Það á enginn neitt inni hjá neinum í þessum heimi,“ segir Ólafur Darri og rifjar af því tilefni upp þegar honum var sagt upp í Borgarleikhúsinu stuttu áður en hann steig á svið á frumsýningu.
„Mér var sagt upp í Borgarleikhúsinu 2002, leikhúsið var í miklum fjárhagskröggum og þurfti að losa sig við leikara,“ segir Ólafur Darri sem segir það hafa verið lítið mál fyrir sig og Kötlu Margréti leikkonu sem ungir leikarar í upphafi þeirra ferils, en einnig hafi þrír leikarar verið látnir fara sem voru komnir á seinni stig síns ferils. „Ég veit að það hefur verið miklu erfiðara að vera sagt svona seint upp á sínum starfsferli, tala nú ekki um þegar þú hefur tekið þátt í að byggja upp leikfélagið sem er að láta þig fara.“
Ólafur Darri rifjar upp að hann var í RÚV við tökur á útvarpsleikriti þegar þáverandi leikhússtjóri hringdi í hann og boðaði hann á fund. Á fundinum var Ólafi Darra sagt upp, en um kvöldið var sýning á Beðið eftir Godot.
„Ég fékk allavega að vita þetta um fimmleytið. Katla Margrét mæti þegar hún átti að mæta í smink og leikhússtjóri sagði þetta upp um sjö. Við byrjum leiksýninguna á að ýta borði meðan tjaldið var að fara upp og við vorum bæði hlæjandi og í sjokki: „Við erum drekinn.“
Þegar maður hugsar til baka þá hugsar maður bara að það að mönnum hafi dottið í hug að gera þetta það er ófyrirgefanlegt.“
Segist hann hafa skilið þessa ákvörðun eftir á og verið glaður með hana. „Mér var að ákveðnu leyti sagt upp af því ég var ósáttur við leikhúsið. Þegar ég kom þangað var mér sagt að ég væri að koma í Ensamble leikhús, en svo var ekki. Alltaf þegar var stór hlutverk og erfið hlutverk þá fór leikstjórinn út fyrir hópinn og sótti önnur nöfn, eins og Ingvar og Hilmi Snæ, sem voru ekki í leikhópnum,“ segir Ólafur Darri sem segir að þrátt fyrir að hafi verið frábært að vinna með þeim og öðrum hafi verið erfitt að sætta sig við að alltaf var leitað út fyrir leikarahóp Borgarleikhússins þegar kom að stórum burðarhlutverkum.
„Það var mjög skrítið andrúmsloft og bara gott að komast í burtu. Ég man að Edda Heiðrún Backmann heitin, hún var svo stórkostleg og gaman að vinna með henni. Hún hafði svo mikið bein í nefinu, bæði í vinnunni og sem manneskja. Við vorum öll rekin og við vorum öll rekin á síðasta degi mánaðarins. Það var eins illa að þessu staðið og hægt var.“
Á fundi með leikhússtjóra í kjölfarið segir hann Eddu Heiðrúnu hafa verið einu manneskjuna sem gerði athugasemdir við brottreksturinn og þorði að ræða þetta, aðrir hafi verið ræddir um að fá einnig uppsagnarbréf.
Hann segist sakna þess að stíga ekki lengur á leiksvið, en hann lék síðast á sviði fyrir áratug.
„Leikhúsið er staðurinn þar sem maður vinnur fyrir sér, maður þarf að leggja hart af sér í leikhúsinu. Það er allt í rauntíma, og krefst mikils af manni. „Ég veit bara að ég er orðinn ryðgaður.“
Horfa má á viðtalið við Ólaf Darra hér.