Til að fagna þessum tímamótum birti Paris áhrifaríka færslu á Instagram með öflugum skilaboðum um hæðir og lægðir lífsins.
„Hæ, ég er PK og er alkóhólisti og heróínfíkill. Í dag hef ég verið edrú í fimm ár,“ skrifaði hún og bætti við að hún væri svo ótrúlega þakklát fyrir að vera ennþá á lífi, að geta skapað tónlist, að fara út að ganga með dýrin sín og njóta alls þess sem lífið hefur upp á að bjóða.
Lestu pistilinn hennar í heild sinni hér að neðan. Hún birti einnig myndband þar sem má sjá líf hennar þá, þegar hún var í neyslu, og nú.
Smelltu hér ef þú sérð ekki myndbandið hér að neðan eða prófaðu að endurhlaða síðuna.
View this post on Instagram