Svona hefst bréf konu til kynlífs- og sambandsráðgjafa The Sun, Sally Land, sem heldur úti vinsæla dálknum Dear Deidre.
Konan er 56 ára og eiginmaður hennar verður sextugur í janúar. Þau hafa verið gift í 27 ár og eiga saman tvær uppkomnar dætur.
„Eitthvað hefur breyst síðastliðin fimm ár. Hann hefur orðið fjarlægari og fjarlægari og alls ekki til staðar tilfinningalega.
Áður fyrr var hann mjög rómantískur, var alltaf að gera eitthvað til að sýna mér að hann elskaði mig, en þessa dagana er ég heppin ef hann horfir í áttina til mín.
Ég hef reynt allt til að kveikja aftur neistann en sama hvað hefur hann engan áhuga á mér eða kynlífi með mér.
Það er augljóst að það hefur verið eitthvað í gangi en hann neitar að tala um það í hvert skipti sem ég reyni, hann segir bara að það sé svo mikið að gera í vinnunni.
Ég er búin að halda aftur af mér svo lengi að fara í gegnum dótið hans, en þegar hann kom heim, lyktandi eins og önnur kona, þá gat ég ekki hamið mig. Ég þurfti að fá staðfestingu á því sem ég vissi innst inni.“
Konan fór í gegnum síma eiginmannsins en fann fyrst ekkert. Ekki fyrr en hún skráði sig inn á netfangið hans og fann þar tölvupósta sem sýndu að hann hafi hitt fylgdarkonur, oft og ólíkar konur.
„Ég var í áfalli. Framhjáhald hefði brotið mig, en að hann hafi greitt fyrir kynlíf með mismunandi konum fór alveg með mig.
Ég hef átt erfitt með svefn og hef enga matarlyst. Ástarsorgin er að ganga frá mér, svik hans hafa eyðilagt mig og það eina sem ég vil gera er að hefna mín.“
„Það er skiljanlegt að þú sért að eiga erfitt með að meðtaka allt sem er að gerast, en að biðja um skilnað á afmæliskortinu hans er ekki svarið.
Hann hefur svikið þig og eyðilagt traust þitt, en 27 ára hjónaband verðskuldar samtal.
Finndu tíma til að eiga alvarlegt samtal við hann og láttu allt flakka. Segðu honum hversu djúpt hann særði þig og spurðu af hverju hann gerði þetta. Það er mikilvægt að tala um hlutina áður en maður grípur til aðgerða.“