Tveggja herbergja íbúð á annarri hæð við Frakkastíg í miðbæ Reykjavíkur er til sölu. Eignin hefur verið mikið endurnýjuð og er fullkomin fyrir fólk sem vill vera eins miðsvæðis og það getur.
Samkvæmt Þjóðskrá Íslands er íbúðin 45,8 fm og sér geymsla íbúðar á jarðhæð 7 fm. Samtals stærð 52,8 fm.
Íbúðin er laus strax og er ásett verð 61,9 milljónir.
Það fylgir stæði í bílageymslu og er sameiginlegt gufubað með aðgengi að sturtum og salerni í sameign.
Hægt er að lesa nánar um eignina og skoða fleiri myndir á fasteignavef DV.