Tapp lenti í slysi árið 2018 og fékk rafstraum. Á meðan læknar reyndu að koma hjarta hans aftur af stað fór Tapp í andlegt ferðalag, að hans sögn.
„Mér leið eins og ég væri að detta, í mjög langan tíma. Síðan var eins og ég hefði vaknað eftir blund og væri á einhverjum stað sem ég hef alltaf verið á,“ sagði hann í YouTube-myndbandi á rásinni Beyond the Veil.
Hann lýsti staðnum og sagði að þetta hafi verið „fullkomið svartamyrkur“ eins og að vera í geimnum.
„Það var eins og ég væri ekki lengur Adam, ég var ekki dáinn, ég var ekkert, ég var bara fullkominn, bara allt var nóg og ég var bara í þessu rými,“ segir hann.
Tapp man eftir því að hafa aftur orðið fyrir rafstraumi sem hann heldur að hafi verið þegar hjartastuðtækið kom hjartanu hans aftur af stað.
Hann var í dái í átta tíma og þegar hann vaknaði hafði hann ekki hugmynd um hversu lengi hann hafði verið „út úr því.“
Eftir að hann vaknaði byrjaði hann að efast um raunveruleikann, honum leið eins og lífið væri ekki „alvöru“ en hann komst yfir það.
„Ég var með yfirþyrmandi tilfinningu að lífið sé bara eitt stig, bara hluti af þróuninni,“ segir Tapp og bætir við að í dag kunni hann betur að njóta lífsins.
„Ég nýt augnabliksins frekar en að finna merkingu í öllu.“