fbpx
Fimmtudagur 23.janúar 2025
Fókus

Bennifer skilin – „Ævintýri sem reyndist vera martröð“

Fókus
Þriðjudaginn 7. janúar 2025 22:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Söng- og leikkonan Jennifer Lopez og leikarinn og leikstjórinn Ben Affleck eru skilin, en gengið var frá skilnaðinum mánudaginn 6. janúar, 20 vikum eftir að Lopez sótti um slit á hjónabandinu í ágúst 2024.

People greinir frá því að Lopez ætli nú að einbeita sér að nýrri byrjun eftir skilnaðinn.

Heimildarmaður segir um Lopez, sem er 55 ára, „Ævintýrið sem henni var lofað reyndist á endanum vera martröð. Hún er á mjög góðum stað og vill bara loka hurðinni á þessum klikkaða kafla í lífi sínu.“ 

Í nóvember sagði annar heimildarmaður People  að Affleck væri „mjög ánægður með lífið“.

„Hann nýtur þess að vinna,“ en þá vann Affleck við tökur á kvikmyndinni RIP ásamt félaga sínum Matt Damon.

Endurvöktu ástarsambandið eftir tæp 20 ár

Eins og frægt er endurvöktu Affleck og Lopez samband sitt árið 2021 og giftu þau sig í Las Vegas í júlí 2022. Þau voru áður í sambandi og trúlofuðu sig árið 2000, en Affleck sleit þá sambandinu að sögn vegna þess að hann þoldi ekki að vera stanslaust í sviðsljósinu.  Þann 20. ágúst 2022 fögnuðu hjónahornin síðan hjónabandinum með athöfn í Georgíu með vinum og fjölskyldu. 

Lopez sótti um skilnað nákvæmlega tveimur árum eftir athöfn þeirra í Georgíu, og skráði 26. apríl 2024 sem dagsetningu aðskilnaðar þeirra og nefndi óásættanlegan ágreining sem ástæðu skilnaðarins. Lopez höfðaði mál fyrir hæstarétti í Los Angeles-sýslu án lögfræðings þar sem hún óskaði eftir að hvorugt þeirra færi fram á makalífeyri og að þóknun lögfræðinga yrði skipt til helminga. Hún óskaði einnig eftir því að fyrra nafn hennar, Jennifer Lynn Lopez, yrði endurskráð.

Að sögn heimildarmanns á mánudag hittust þau um liðna helgi og vörðu einnig tíma saman um jólahátíðina, en sagði hann að þau „ætli ekki að ná saman aftur“. Sunnudaginn 5. janúar kom Lopez við á heimili Affleck í Los Angeles. Lopez var með dóttur sína Emme, 16 ára, með sér og Samuel, 12 ára sonur Affleck, var einnig heima.

„Krakkarnir elska að verja tíma saman. Ben og Jennifer gera alltaf allt til að börnin verði hamingjusöm,“ sagði heimildarmaðurinn. „Krakkarnir eru ekki með bílpróf, svo Ben og Jennifer munu halda áfram að auðvelda að þau geti hist. Þau eru ekki að byrja saman aftur. Ben var með krökkunum sínum um jólin og Jennifer með sínum börnum. Þau áttu öll frábært frí.“

Affleck og Lopez sáust síðast saman opinberlega með fyrrverandi eiginkonu Affleck, Jennifer Garner, þann 13. desember 2024, þegar þau sóttu leikrit með miðbarni Affleck og Garner, Seraphinu, 15 ára, auk Emme.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt