fbpx
Sunnudagur 02.febrúar 2025
Fókus

Þetta eru sigurvegarar Golden Globes – Íslendingar fengu sérstaka kveðju

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 6. janúar 2025 04:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dramaþáttaröðin Shōgun hlaut fullt hús stiga á Golden Globes verðlaunahátíðinni sem fór fram í gær í 82. sinn. Þáttaröðin var tilnefnd til fernra verðlauna og hlaut þau öll.  Kvikmyndin Emilia Pérez var tilnefnd til flestra verðlauna, eða tíu, og hlaut fern. Þáttaröðin The Bear var tilnefnd til flestra verðlauna í flokki sjónvarps, fimm, en hlaut ein. Kvikmyndin The Brutalist hlaut þrenn verðlaun af þeim sjö sem hún var tilnefnd til.

The Brutalist var valin besta dramamyndin, besta gaman- eða söngleikjamynd Emilia Pérez, besti leikstjórinn Brady Corbet (The Brutalist), besta handritið Conclave, besta leikkonan og leikarinn í dramakvikmynd Fernanda Torres (I’m Still Here) og Adrien Brody (The Brutalist) og í gaman- eða söngleikjamynd  Sebastian Stan (A Different Man) og Demi Moore (The Substance).

Besta dramaþáttaröðin er Shōgun, besta gaman- og söngleikjaþáttaröðin Hacks, besta leikkonan og leikarinn í dramaþáttum Anna Sawai (Shōgun) og Hiroyuki Sanada (Shōgun) og best í gaman- og söngleikjaþáttum Jean Smart (Hacks) og Jeremy Allen White (The Bear). Baby Reindeer er besta staka þáttaröðin eða sjónvarpsmyndin og besti leikarinn og leikkonan í stakri þáttaröð eða sjónvarpsmynd Colin Farrell (The Penguin) og Jodie Foster (True Detective: Night Country).

Hér fyrir neðan má sjá alla verðlaunaflokka, sigurvegari er efstur í hverjum flokki og aðrir tilnefndir þar fyrir neðan:

Besti gaman- eða söngleikurinn

  • Emilia Pérez
  • Anora
  • Challengers
  • A Real Pain
  • The Substance
  • Wicked

Besta dramamyndin

  • The Brutalist
  • A Complete Unknown
  • Conclave
  • Dune: Part Two
  • Nickel Boys

Besti leikarinn í dramamynd

  • Adrien Brody, The Brutalist
  • Timothée Chalamet, A Complete Unknown
  • Daniel Craig, Queer
  • Colman Domingo, Sing Sing
  • Ralph Fiennes, Conclave
  • Sebastian Stan, The Apprentice

Besta leikkonan í dramamynd

  • Fernanda Torres, I’m Still Here
  • Pamela Anderson, The Last Showgirl
  • Angelina Jolie, Maria
  • Nicole Kidman, Babygirl
  • Tilda Swinton, The Room Next Door
  • Kate Winslet, Lee

Bestu dramaþættirnir

  • Shōgun, Hulu
  • The Day of the Jackal, Peacock
  • The Diplomat, Netflix
  • Mr. & Mrs. Smith, Prime Video
  • Slow Horses, Apple TV+
  • Squid Game, Netflix

Besta leikkonan í dramaþáttum

  • Anna Sawai, Shōgun
  • Kathy Bates, Matlock
  • Emma D’Arcy, House of the Dragon
  • Maya Erskine, Mr. & Mrs. Smith
  • Keira Knightley, Black Doves
  • Keri Russell, The Diplomat
  • Anna Sawai, Shōgun
Anna Sawai í Dior

Bestu gaman- eða söngleikjaþættirnir

  • Hacks, HBO
  • Abbott Elementary, ABC
  • The Bear, FX/Hulu
  • The Gentlemen, Netflix
  • Nobody Wants This, Netflix
  • Only Murders in the Building, Hulu

Besta staka þáttaröðin eða sjónvarpsmyndin

  • Baby Reindeer, Netflix
  • Disclaimer, Apple TV+
  • Monsters: The Lyle and Erik Menendez Story, Netflix
  • The Penguin, HBO Max
  • Ripley, Netflix
  • True Detective: Night Country, HBO Max

Afrek í kvikmyndaupplifun og miðasölu

  • Wicked
  • Alien: Romulus
  • Beetlejuice, Beetlejuice
  • Deadpool & Wolverine
  • Gladiator II
  • Inside Out 2
  • Twisters
  • The Wild Robot

Besta lagið

  • “El Mal,” Emilia Pérez
  • “Beautiful That Way,” The Last Showgirl
  • “Compress/Repress,” Challengers
  • “Forbidden Road,” Better Man
  • “Kiss The Sky,” The Wild Robot
  • “Mi Camino,” Emilia Pérez

Besta tónlistin

  • Challengers
  • Conclave
  • The Brutalist
  • The Wild Robot
  • Emilia Pérez
  • Dune: Part II

Stórstjarnan Elton John sá um að kynna verðlaunin og minntist á sjón sína og sagðist hafa tekið söngkonuna Rhianna með sér sem kynni við mikinn hlátur viðstaddra. Söngkonan Brandi Carlile sá um að klára kynninguna með Elton.

Besti leikstjórinn

  • Brady Corbet, The Brutalist
  • Jacques Audiard, Emilia Pérez
  • Sean Baker, Anora
  • Edward Berger, Conclave
  • Coralie Fargeat, The Substance
  • Payal Kapadia, All We Imagine Is Light

Corbet hlaut sína fyrstu tilnefningu og verðlaun fyrir kvikmynd sína sem var sjö ár í vinnslu. Hann las þakkarræðu upp af farsímanum og sagðist auðmjúkur að vera í þessum góða félagsskap. Í lokin sagði hann hug sinn vera hjá leikkonunni Aubrey Plaza og fjölskyldu hennar, en eiginmaður hennar, leikstjórinn og handritshöfundurinn Jeff Baena tók eigið líf föstudaginn 3. janúar síðastliðinn.

Besta teiknimyndin

  • Flow
  • Inside Out 2
  • Memoir of a Snail
  • Moana 2
  • Wallace & Gromit: Vengeance Most Fowl
  • The Wild Robot

Besti leikarinn í gaman- eða söngleik

  • Sebastian Stan, A Different Man
  • Jesse Eisenberg, A Real Pain
  • Hugh Grant, Heretic
  • Gabriel Labelle, Saturday Night
  • Jesse Plemons, Kinds of Kindness
  • Glen Powell, Hit Man

Stan hlaut sín fyrstu Golden Globe verðlaun, þakkaði hann meðal annars móður sinni fyrir að hafa flutt frá Rúmeníu í leit að betra lífi fyrir þau mæðgin, stjúpföður sínum fyrir að hafa tekið á móti honum, eiginkonu sinni og meðlimum Golden Globes.

Sebastian Stan

Besta leikkonan í gaman- eða söngleik

  • Demi Moore, The Substance
  • Amy Adams, Nightbitch
  • Cynthia Erivo, Wicked
  • Karla Sofía Gascón, Emilia Pérez
  • Mikey Madison, Anora
  • Zendaya, Challengers

Moore hafði efasemdir um hvort hún ætti að halda áfram í bransanum, en þá barst henni handritið að The Substance. Kvikmyndin færði henni fyrstu verðlaun hennar sem leikkona.

Demi Moore

Besta leikkonan í stakri þáttaröð eða sjónvarpsmynd

  • Jodie Foster, True Detective: Night Country
  • Cate Blanchett, Disclaimer
  • Cristin Miliotti, The Penguin
  • Sofia Vergara, Griselda
  • Naomi Watts, Feud: Capote vs. The Swans
  • Kate Winslet, The Regime

Foster þakkaði meðal annars öllum Íslendingunum fyrir sem komu að tökum á þáttaröðinni sem tekin var upp hér á landi. Um er að ræða stærsta kvikmyndaverkefni Íslandssögunnar. Umfang þess var áætlað um níu milljarðar króna og tökur stóðu yfir í 9 mánuði.

Jodie Foster

Besti leikarinn í stakri þáttaröð eða sjónvarpsmynd

  • Colin Farrell, The Penguin
  • Richard Gadd, Baby Reindeer
  • Kevin Kline, Disclaimer
  • Cooper Koch, Monster: The Lyle and Erik Menendez Story
  • Ewan McGregor, A Gentleman in Moscow
  • Andrew Scott, Ripley

Farrell gjörbreytti sér fyrir hlutverk Mörgæsarinnar og uppskar ríkulega fyrir.

Besta kvikmyndin á öðru tungumáli en ensku

  • Emilia Pérez
  • All We Imagine Is Light
  • The Girl With The Needle
  • I’m Still Here
  • The Seed of the Sacred Fig
  • Vermilio

Leikstjórinn, handritshöfundurinn og einn framleiðanda Jacques Audiard tók á móti verðlaununum með túlk sér til aðstoðar. Sagðist hann ekki eiga neinar systur og því hefði hann samið þessa sögu um systralag, en handritið samdi hann upphaflega sem óperu í fjórum þáttum. Sagði hann að ef fleiri systur væru í heiminum þá væri heimurinn betri.

Jacques Audiard

Besta uppistandið í sjónvarpi

  • Ali Wong, Ali Wong: Single Lady
  • Jamie Foxx, Jamie Foxx: What Had Happened Was
  • Nikki Glaser, Nikki Glaser: Someday You’ll DIe
  • Seth Meyers, Seth Meyers: Dad Man Walking
  • Adam Sandler, Adam Sandler: Love You
  • Ramy Youssef, Ramy Youssef: More Feelings

Besta handritið

  • Conclave, handritshöfundur Peter Straughan
  • Emilia Pérez
  • Anora
  • The Brutalist
  • A Real Pain
  • The Substance
Peter Straughan

Besti leikarinn í söngleikja- eða gamanþáttum

  • Jeremy Allen White, The Bear
  • Adam Brody, Nobody Wants This
  • Ted Danson, A Man on the Inside
  • Steve Martin, Only Murders in the Building
  • Jason Segel, Shrinking
  • Martin Short, Only Murders in the Building

Allen White var sá eini sem var ekki mættur í salinn, en fær styttuna líklega senda heim með FedEx.

Besti leikarinn í aukahlutverki söngleikja-, gaman eða dramaþátta

  • Tadanobu Asano, Shōgun
  • Javier Bardem, Monsters: The Lyle and Erik Menendez Story
  • Harrison Ford, Shrinking
  • Jack Lowden, Slow Horses
  • Diego Luna, La Maquina
  • Ebon Moss-Bachrach, The Bear

Besta leikkonan í aukahlutverki söngleikja-, gaman eða dramaþátta

  • Jessica Gunning, Baby Reindeer 
  • Liza Colon-Zayas, The Bear
  • Hannah Einbinder, Hacks
  • Dakota Fanning, Ripley
  • Alison Janney, The Diplomat
  • Kali Reis, True Detective: Night Country

Besti leikarinn í dramaþáttum

  • Hiroyuki Sanada, Shogun
  • Donald Glover, Mr. & Mrs. Smith
  • Jake Gyllenhaal, Presumed Innocent
  • Gary Oldman, Slow Horses
  • Eddie Redmayne, The Day of the Jackal
  • Billy Bob Thornton, Landman
Hiroyuki Sanada í Ralph Lauren.

Besti leikarinn í aukahlutverki kvikmyndar

  • Kieran Culkin, A Real Pain
  • Yuriy Borisov, Anora
  • Edward Norton, A Complete Unknown
  • Guy Pearce, The Brutalist
  • Jeremy Strong, The Apprentice
  • Denzel Washington, Gladiator II

Culkin þakkaði eiginkonu sinni sérstaklega fyrir að þola þig og sagði þau hafa tekið tekílaskot saman rétt áður en hann steig á svið á stefnumótinu þeirra eins og hann kallaði kvöldið.

Besta leikkonan í söngleikja- eða gamanþáttum

  • Jean Smart, Hacks
  • Kristen Bell, Nobody Wants This
  • Quinta Brunson, Abbott Elementary
  • Ayo Edebiri, The Bear
  • Selena Gomez, Only Murders in the Building
  • Kathryn Hahn, Agatha All Along

Smart sagðist hæstánægð með að geta kallað sig Hack.

Besta leikkonan í aukahlutverki kvikmyndar

  • Zoe Saldaña, Emilia Pérez
  • Selena Gomez, Emilia Pérez
  • Ariana Grande, Wicked
  • Felicity Jones, The Brutalist
  • Margaret Qualley, The Substance
  • Isabella Rossellini, Conclave

Saldaña þakkaði öllum og ömmu þeirra fyrir velgengni sína í langri og tárvotri ræðu.

Zoe Saldana

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Love Island-sigurvegari dæmdur í fangelsi í óvenjulegu máli

Love Island-sigurvegari dæmdur í fangelsi í óvenjulegu máli
Fókus
Fyrir 3 dögum

Jörundur og Magdalena selja risíbúð í retró-stíl

Jörundur og Magdalena selja risíbúð í retró-stíl
Fókus
Fyrir 4 dögum

Frosti segir langflesta landsmenn ekki kunna að keyra í snjó – „Það er alveg ljóst“

Frosti segir langflesta landsmenn ekki kunna að keyra í snjó – „Það er alveg ljóst“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ugla Stefanía vandar umtöluðustu bíómynd ársins ekki kveðjuna: „Hún er alveg agaleg“

Ugla Stefanía vandar umtöluðustu bíómynd ársins ekki kveðjuna: „Hún er alveg agaleg“