Sigurvegarar á Golden Globes verðlaunahátíðinni í kvöld fara heim með meira en styttu og bros á vör. Gjafapokinn sem sigurvegarar fá er metinn á eina milljón dala og sumir græða meira en aðrir.
Í gjafapokunum eru meðal annars:
-Einkaflug og dvöl til að sjá norðurljósin í Finnlandi að verðmæti 48.000 dalir
-Þriggja nætur dvöl í einbýlishúsi við ströndina á Bahamaeyjunum Turks og Caicos að verðmæti 507.492 dalir
-Lúxus snekkjuleiguflug um allan Kóralþríhyrning Indónesíu að verðmæti 60.000 dalir
-Fimm nætur í heilsulind á Maldíveyjum að verðmæti 33.800 dalir
-Einnar nætur dvöl á L’Ermitage Beverly Hills að verðmæti 1.500 dalir
-Þriggja nætur dvöl á Ritz á Balí að verðmæti 5.800 dalir
-Vínsmökkunarupplifun í Frakklandi að verðmæti 272.000 dalir
-Þriggja nætur dvöl í sex svefnherbergja einbýlishúsi í Karíbahafi að verðmæti 35.000 dalir
-Fimm nætur dvöl á Grand Cayman dvalarstað að verðmæti 55.000 dalir
-Tveggja nætur dvöl og viskíupplifun í Tasmaníu að verðmæti 4.935 dalir
-Serum (Pure Gold Radiance Concentrate) frá La Prairie að verðmæti 935 dalir
-CurrentBody LED ljósameðferðargrímur að verðmæti 469 dalir
-Sérsniðin jakkaföt frá Ítalíu að verðmæti 11.400 dalir
-Fullt af áfengi og vindlum
-Persónuleg, dansmiðuð líkamsþjálfun og vellíðunarupplifun að verðmæti 15.000 dalir
-NordicTrack Ultra 1 hlaupabretti að verðmæti 15.000 dalir
Hér að ofan er aðeins hluti af gjöfunum, sumar eru í boði fyrir alla vinningshafa og aðrar apeins fyrir fáa útvalda. Sem dæmi má nefna að í einum pokana leynist gjafabréf á Stemcell andlitslyftingu án skurðaðgerðar frá Dr. Simon Ourian sem er verðmæti 40.000 dala.
Guardian greinir frá því að það eru 100 sem fá gjafapoka í ár, allir þeirra geta fengið níu af þeim 25 hlutum sem í boði eru í ár – þar á meðal skoskt gin, fimm nætur á snekkju í Indónesíu og LED andlitsgrímu. En meirihlutinn af gjöfunum aðeins í boði fyrir fáa útvalda, sem dæmi má nefna að þrír hreppa sérsniðnu ítölsku jakkafötin og fjórir fá hlaupabretti.
Ekki er alveg ljóst hvernig sá heppni er valinn sem fær eitt eintak af öllu sem í boði er í ár.