fbpx
Þriðjudagur 07.janúar 2025
Fókus

Erla klessti á vegg og lærði mikilvæga lexíu

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Laugardaginn 4. janúar 2025 09:00

Erla Guðmundsdóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heilsumarkþjálfinn Erla Guðmundsdóttir, betur þekkt sem HeilsuErla, er gestur vikunnar í Fókus, spjallþætti DV. Fyrir nokkrum árum klessti hún á vegg og lærði mikilvæga lexíu um skipulag og mörk.

Brot úr þættinum má horfa á hér að neðan. Smelltu hér til að horfa á hann í heild sinni eða hlusta á Spotify og öllum helstu hlaðvarpsveitum.

video
play-sharp-fill

Auk þess að vera heilsumarkþjálfi og ráðgjafi er Erla íþróttakennari við Menntaskólann í Hamrahlíð og ungbarnasundkennari, en hún hefur starfað við það síðarnefnda í átján ár. Hún heldur einnig úti vinsæla heilsuhlaðvarpinu Með lífið í lúkunum.

Aðspurð hvernig hún fari að því að púsla þessu öllu saman segir Erla það snúast um gott skipulag, en hún hefur áður brennt sig á því að gera of mikið. Hún klessti á vegg fyrir nokkrum árum.

„Ég lærði af reynslunni og þurfti að leggja frá mér fullt af boltum og ég skipulegg mig bara vel. Ég vinn þrjá daga vikunnar í MH, einn dag í ungbarnasundinu og einn dag með heilsumarkþjálfun og hlaðvarpið,“ segir hún.

Fór á botninn

Erla klessti á vegg í byrjun Covid. „Ég áttaði mig ekki á því strax hvað væri í gangi. En það sem ég græddi var að ég var búin með heilsumarkþjálfaranámið þannig ég var með rosalega mikið af tækjum og tólum, þannig ég var fljót að grafa mig upp úr holunni. Ég fór alveg á botninn, fannst mér, lokaði mig af og allt það. En ég var rosalega fljót til baka. Ég missti ekki úr vinnu, ég bara lagði frá mér annað,“ segir hún.

„Svo líður tíminn og maður byrjar með eitthvað annað verkefni eins og hlaðvarp og bætir á sig,“ segir hún brosandi og bætir við:

„En ég er rosalega meðvituð. Ég held að þegar maður hefur klesst á vegg, þeir tengja sem hafa gert það, þá er þráðurinn styttri. Ég fæ fyrr svona: „Ónei, nú þarf ég að stoppa.“ Miklu fyrr en áður, ég hlusta á rauðu flöggin en ég tók ekki einu sinni eftir þeim áður.

Það er svo hættulegt að þegar það er gaman, því mér fannst allt svo skemmtilegt, það var svo gaman, að maður heldur að þá geti maður ekki klesst á vegg.“

Erla segir að það gleymist einnig oft að það sé ekki bara vinnan sem hefur áhrif heldur einnig aðrir þættir, eins og fjölskyldan og félagsskapurinn.

Erla Guðmundsdóttir.

Erla lítur jákvæðum augum yfir reynsluna. „Mér finnst þetta hafa gert mig að betri markþjálfa en líka betri mömmu, betri eiginkonu og betri vinkonu. Maður á auðveldara með að setja sig í spor annarra. Og svo erum við öll svo misjöfn, sumir geta haldið mörgum boltum á lofti og það er ekkert mál. En við þurfum að finna okkar mörk. Það er þetta að setja sér mörk, það er oft það erfiða.“

Fylgstu með Erlu á Instagram, hlustaðu á hlaðvarpið hennar, Með lífið í lúkunum, á Spotify. Erla heldur einnig úti vefsíðunni HeilsuErla.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Birgir fór á skeljarnar tveimur árum seinna en hann ætlaði sér – „Lífið er smá óútreiknanlegt“

Birgir fór á skeljarnar tveimur árum seinna en hann ætlaði sér – „Lífið er smá óútreiknanlegt“
Fókus
Í gær

Vikan á Instagram – „Megi 2025 vera stútfullt af hlátri, skemmtilegum stundum og góðu kynlífi“

Vikan á Instagram – „Megi 2025 vera stútfullt af hlátri, skemmtilegum stundum og góðu kynlífi“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Jakob hraunar yfir skaupið og segir það orðið að „woke-helvíti“

Jakob hraunar yfir skaupið og segir það orðið að „woke-helvíti“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Eigandi Airbnb-íbúðar í sjokki eftir að hann komst að því hvað fór fram þar

Eigandi Airbnb-íbúðar í sjokki eftir að hann komst að því hvað fór fram þar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Prófaði að fylgja mataræði Katrínar hertogaynju

Prófaði að fylgja mataræði Katrínar hertogaynju
Fókus
Fyrir 4 dögum

Janúar áskorun Sunnevu – Segir þetta raunhæfari útgáfu af áskoruninni sem umbreytir fólki

Janúar áskorun Sunnevu – Segir þetta raunhæfari útgáfu af áskoruninni sem umbreytir fólki
Hide picture