fbpx
Þriðjudagur 07.janúar 2025
Fókus

Janúar áskorun Sunnevu – Segir þetta raunhæfari útgáfu af áskoruninni sem umbreytir fólki

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 3. janúar 2025 08:57

Skjáskot/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áhrifavaldurinn, raunveruleikastjarnan og hlaðvarpsdrottningin Sunneva Einarsdóttir ætlar að taka janúar með trompi.

Hún deildi janúar áskorun sinni á TikTok og hvatti netverja til að taka þátt með henni.

Skjáskot/TikTok

Í janúar ætlar áhrifavaldurinn að:

Ganga: 8 til 12 þúsund skref á dag (70 þúsund skref á viku)

Æfa: 60 mínútur (hægt að skipta því upp í 2×30 mínútur eða 4×15 mínútur)

Drekka vatn: 2,5-3 lítra af vatni á dag

Borða: Próteinríkar máltíðir, elda heima 4-6 sinnum í vikum

Fylgjast með árangri: Taka árangursmyndir daglega

Sofa: Forgangsraða svefni (sofa í allavega sjö til níu tíma á nóttu)

Lesa/hlusta á hljóðbók: Að minnsta kosti eina bók í janúar

Skjáskot/TikTok

Raunhæfari markmið

Sunneva segir að þessi áskorun sé mun sveigjanlegri og raunhæfari en „75 hard“ áskorunin. „75 hard“ er áskorun og er byggð á samnefndri bók og þarf fólk að fylgja ströngum reglum. Eins og að æfa tvisvar á dag, í 45 mínútur inni og síðan í 45 mínútur úti. Drekka 3,8 af vatni. Lesa tíu blaðsíður í bók á dag og fylgja hollu mataræði. Þeir sem fylgja þessu eftir ná oftast miklum árangri en það er óhætt að segja að 75 hard er alls ekki fyrir alla og fyrir flesta mjög óraunhæft, sérstaklega til lengri tíma.

Sérfræðingar mæla frekar með að fólk finni eitthvað sem það nýtur að gera, þannig nær það frekar árangri sem endist.

Sjá einnig: Læknir stillir upp fullkominni æfingarútínu fyrir alla daga vikunnar

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Gunnar Þórðarson er áttræður í dag – „Takk fyrir alla dásamlegu músíkina“

Gunnar Þórðarson er áttræður í dag – „Takk fyrir alla dásamlegu músíkina“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þetta gerist ef þú sleppir áfengi í janúar

Þetta gerist ef þú sleppir áfengi í janúar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sirrý um erfiða tíma – „Út frá því fékk ég hugrekkið til að segja upp vinnunni minni”

Sirrý um erfiða tíma – „Út frá því fékk ég hugrekkið til að segja upp vinnunni minni”
Fókus
Fyrir 3 dögum

Prófaði að fylgja mataræði Katrínar hertogaynju

Prófaði að fylgja mataræði Katrínar hertogaynju