Spákonan Ellý Ármannsdóttir segir að grínið muni ennþá fá að taka sitt pláss og segist sjá konu standa við hlið hans.
Ellý var gestur í áramótaþætti Fókuss þar sem hún spáði fyrir mörgum þekktum andlitum sem voru til umræðu á nýliðnu ári. Til að mynda fyrrverandi forsetahjónunum, Guðna Th. Jóhannessyni og Elizu Reid, blaðamanninnum Þórði Snæ Júlíussyni og fyrrverandi forsætisráðherranum Katrínu Jakobsdóttur.
Horfðu á spá Ellýjar fyrir Jón Gnarr hér að neðan. Brotið er hluti af nýjasta þætti af Fókus sem má horfa á hér eða hlusta á Spotify.
Við spurðum spákonuna: Hvernig þingmaður verður Jón Gnarr?
„Grínið er við völd en ég ætla fyrst að segja þér, það er kona sem er við hliðina á honum sem er akkerið hans,“ segir Ellý og segir þetta vera konu Jóns, Jógu Gnarr.
„Hann á eftir að taka eitthvað til og hann er að taka draslið undan teppinu, því sem var sópað undir. Hann tekur það allt upp og það verður ryk í smástund en hann á eftir að hreinsa eitthvað til en það er líka gott hvernig hann notar húmorinn þessi drengur.
En hann er rétt að byrja. Hann vill breytingar og nær þeim í gegn.“
Ellý hvetur þingmanninn til að hugsa vel um líkamann „Hann þarf að passa vel upp á skrokkinn og vera duglegur að teygja úr sér og ég vona að hann fari í jóga,“ segir hún og nefnir aftur Jógu Gnarr.
„Það er gaman að sjá þessa konu við hliðina á honum, sem er styrkurinn hans og ýtir honum út fyrir þægindarammann“
Horfðu á áramótaþáttinn hér eða hlustaðu á Spotify.
Það er hægt að fylgjast með Ellý á Facebook og Instagram.
Fyrrverandi forsætisráðherra Íslands, Katrínu Jakobsdóttur
Áhrifavaldaparinu Línu Birgittu og Gumma Kíró
Næsta þjálfara íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu
Fyrrverandi forsetahjónunum Guðna Th. Jóhannessyni og Elizu Reid