fbpx
Mánudagur 06.janúar 2025
Fókus

Sjór og sauna í frosthörkum

Fókus
Fimmtudaginn 2. janúar 2025 12:30

Sunna Magnúsdóttir hjá Hafnarfjarðarbæ og Freyja Auðunsdóttir frá Trefjum ásamt nokkrum eldhressum úr sjósundshópnum Glaðari ég.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um fimmtíu Hafnfirðingar og nærsveitungar létu brunagadd ekki aftra sér frá því að skella sér í sjósund á fyrsta degi ársins. Trefjar, rótgróið fyrirtæki í bænum, útvegaði saunu sem var hífð á bakkann við Langeyrarmalir og bauð sjósundsfólkinu að hlýja sér eftir sundsprettinn.

Freyja Auðunsdóttir hjá Trefjum sagði uppátækið hafa vakið mikla lukku. „Þessir ofurhugar sem hættu sér í sjóinn í frosthörkunum töluðu um að þau vildu gjarnan að þessi aðstaða væri komin til að vera. Sjósundshópurinn Glaðari þú fjölmennti og það er óhætt að segja að hann beri nafn með rentu því gleðin var allsráðandi.“

Hafnarfjarðarbær og Trefjar stóðu að þessum viðburði í sameiningu. „Svona á að heilsa nýju ári,“ segir Freyja. „Hugmyndin var að saunan stæði þarna á gamlárs- og nýársdag en þetta vatt svolítið upp á sig því hópur sem hefur gefið saununni nafnið Herjólfsgufan hefur einnig boðið upp á svokallaðar gusur í kringum áramótin. Þá eru þátttakendur leiddir í gegnum saunustundina með tónum og ilmkjarnaolíum með vönum saunumeistara. Viðtökurnar fóru fram úr björtustu vonum svo ég býst eiginlega ekki við að það séu enn lausir tímar en þau hafa auglýst gusur til 5. jan. á Instagram undir nafninu herjolfsgufan.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Áfall fyrir Arsenal
Fókus
Fyrir 2 dögum

Gunnar Þórðarson er áttræður í dag – „Takk fyrir alla dásamlegu músíkina“

Gunnar Þórðarson er áttræður í dag – „Takk fyrir alla dásamlegu músíkina“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þetta gerist ef þú sleppir áfengi í janúar

Þetta gerist ef þú sleppir áfengi í janúar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ferðamaður lét kuldann ekki stöðva sig við Skógafoss – Myndbandið hefur fengið yfir 17 milljónir áhorfa

Ferðamaður lét kuldann ekki stöðva sig við Skógafoss – Myndbandið hefur fengið yfir 17 milljónir áhorfa
Fókus
Fyrir 4 dögum

Heilsumarkþjálfinn Erla með góð ráð fyrir þau sem vilja standa við áramótaheitin – „Það er gott að hafa þessi fimm atriði í huga“

Heilsumarkþjálfinn Erla með góð ráð fyrir þau sem vilja standa við áramótaheitin – „Það er gott að hafa þessi fimm atriði í huga“