Það kom eflaust ekki mörgum á óvart að það hafi verið gert grín að forsetakosningunum og forsetaframbjóðendum í skaupinu og segir Ásdís í samtali við DV að hún hafi alls ekki verið hissa.
„Ég bjóst alveg við því og hefði líka veðjað á kyntáknslínuna með Katrínu,“ segir hún.
„Ég hefði frekar verið svekkt ef hún hefði ekki náð í skaupið! En þetta var bara skemmtilegt. Leikkonan var flott, náði IceQueen lúkkinu vel og vel við hæfi að gera smá ljósku brandara úr þessu öllu.“
Sjá einnig: Skiptar skoðanir á Skaupinu – „Ég var ekki alveg sátt“ – „Man ekki eftir að hafa hlegið jafn mikið“
Ásdís var ánægð með skaupið og segist ekkert hafa kippt sér upp við grínið.
„Ég hef verið tekin fyrir svo oft í skaupinu að ég kippi ekki upp við það, það er bara blákaldur íslenskur heiður frekar en annað,“ segir hún.
„Ég varð ekki fyrir vonbrigðum með skaupið heldur fannst það bara mjög skemmtilegt og ég skellti upp úr oft þannig það skoraði hjá mér.“
Ásdís varði áramótunum heima í Kópavogi með börnunum sínum og kærasta.
Ásdís gaf út bókina Celebrate You: The Art of Self-Love í október sem er til sölu á Amazon.
„Þetta er falleg vinnubók og lífsstílsleiðarvísir fyrir konur á öllum aldri sem vilja læra að elska sjálfa sig, finna eldmóðinn og takast á við markmið sín á markvissan og skemmtilegan hátt. Frábær bók til að eiga heima og vinna í eftir hentisemi,“ sagði Ásdís á sínum tíma.
Sjá einnig: Ísdrottningin gefur út lífsstílsleiðarvísi – „Dýrmætt verkfæri fyrir allar stelpur og konur“