fbpx
Sunnudagur 08.september 2024
Fókus

„Þið munuð sjá meira af mér í framtíðinni“

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 8. september 2024 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ketill Ágústsson byrjaði 15 ára að skrifa texta og semja lög á gítar. Um miðjan ágúst gaf hann út sitt fyrsta lag, Þessi stund með þér, sem hann samdi 15 ára, en Ketill er nú 17 ára nemandi í Menntaskólanum við Sund.

„Lagið fjallar um ástina. Ég er samt oft spurður:  ,„Um hvern er lagið? Jú segðu mér það!!“ Lagið er um þáverandi kærustuna mína og ég samdi lagið með hana í huga, auðvitað,“ segir Ketill. 

„Í desember verð ég 18 ára og er þá á þriðja ári í menntaskóla. Fyrr um árið var ég kjörinn Ármaður Menntaskólans við Sund og gegni því embætti út skólaárið 24-25’. Ég fæddist 2006 á Selfossi, en við krakkarnir fluttum fljótlega í bæinn með mömmu og hef ég búið í Reykjavík síðan ég man eftir mér. Faðir minn er bóndi á Brúnastöðum og ég dýrka að fara til hans í kyrrðina. Ég er skírður í  höfuðið á stórbónda afa mínum á Brúnastöðum í Flóarhreppi!“

Textann að laginu skrifaði Ketill á einni nóttu en hann segir ýmsar lagfæringar hafa verið gerðar.

„Eins og ég sagði fyrir ofan, samdi ég lagið 15 ára , en það var ekki fyrr en núna í maí sem ég heyrði í frænda mínum Arnari Guðjónssyni pródúsent. Við unnum lagið saman, hann pródúseraði, mixaði og masteraði. Það tók okkur um tvo mánuði að vinna lagið enda vönduðum við okkur gríðarlega. Arnar er staðsettur í Svíþjóð svo ég fékk að hoppa í stúdíóið hans Ragnars Más hér á Íslandi til að taka upp söng, bakraddir &-og kassagítar. Arnar spilaði á öll hin hljóðfærin. Algjör snillingur!“ segir Ketill. 

Aðspurður um hverjir hans uppáhaldstónlistarmenn eru: „KALEO, KK, Bubbi Morthens, Helgi Björns, Nýdönsk og allt þetta klassíska.“

Ketill var Alþýðu Bubbi í sýningunni Níu líf sem sýnd var í Borgarleikhúsinu.
Fréttablaðið 29. júlí 2022

Og af hverju er tónlistin mikilvæg? „Tónlist er allt. Lífið væri tómt án hennar. Hvert sem þú ferð er tónlist. Hún er gríðarlega mikilvæg og gefur lífinu lit.“ 

Ketill segir að nú þegar fyrsta lag hans er komið út þýði það að hann megi ekki ýta á bremsurnar.  „Ég vil gefa meira út, ég á lög í bankanum sem mig langar að sýna ykkur. Þið munuð sjá meira af mér í framtíðinni.

Mig dreymir um að verða eitt af stóru nöfnunum í íslensku tónlistarlífi. Eins og Herbert Guðmunds sagði í einu viðtali: ,,Það skemmtilegasta við að búa til tónlist er að vera með eitthvað skíta demó og gera það að algjörri neglu.“ Ég gæti ekki verið meira sammála honum. Það er svo gaman að byggja ofan á grunninn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Gríðarlegur munur á Johnny Depp frá því að „rotnandi“ tennur hans vöktu athygli

Gríðarlegur munur á Johnny Depp frá því að „rotnandi“ tennur hans vöktu athygli
Fókus
Fyrir 3 dögum

Innlit á heillandi og hlýlegt heimili Jennifer

Innlit á heillandi og hlýlegt heimili Jennifer
Fókus
Fyrir 4 dögum

Setur spurningarmerki við háttsemi læknisins sem sagði að hún gæti ekki eignast börn – Á von á sínu öðru barni

Setur spurningarmerki við háttsemi læknisins sem sagði að hún gæti ekki eignast börn – Á von á sínu öðru barni
Fókus
Fyrir 4 dögum

Aðdáendur áhyggjufullir um Rachael Ray eftir að hún birti þetta myndband

Aðdáendur áhyggjufullir um Rachael Ray eftir að hún birti þetta myndband
Fókus
Fyrir 4 dögum

Konan mín fór í háloftaklúbbinn með öðrum en mér

Konan mín fór í háloftaklúbbinn með öðrum en mér
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bensi og Sunneva hugsa sér til hreyfings

Bensi og Sunneva hugsa sér til hreyfings