fbpx
Föstudagur 06.september 2024
Fókus

Liam Gallagher rífur kjaft við aðdáendur sveitarinnar vegna miðasölumálsins

Fókus
Föstudaginn 6. september 2024 11:34

Liam Gallagher. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Liam Gallagher, annar af forsprökkum bresku hljómsveitarinnar Oasis, lét aðdáendur sveitarinnar heyra það á samfélagsmiðlinum X, áður Twitter, í morgun eftir að þeir gagnrýndu hvernig staðið var að miðasölu á fyrirhugaða tónleikaferð sveitarinnar næsta sumar.

Fjölmörgum gallhörðum aðdáendum sveitarinnar tókst ekki að krækja sér í miða áður en seldist upp á alla tónleikana. Og þeim sem tókst að tryggja sér miða þurftu sumir að greiða býsna hátt verð fyrir þá.

Ticketmaster var opinber samstarfsaðili sveitarinnar varðandi miðasölu en gríðarleg eftirspurn eftir miðum keyrði miðaverð upp í rjáfur. Ticketmaster notast við svokallaða dýnamíska verðlagningu (e. dynamic pricing) sem þýðir að miðaverð hækkar í takt við aukna eftirspurn. Voru dæmi um að miðar hækkuðu í verði um 200 pund, 36 þúsund krónur, á meðan fólk beið í röð.

Stærsti aðdáandi Oasis brjálaður út í Ticketmaster

Liam setti færslu inn á X í morgun þar sem hann sýndi að margra mati heldur mikinn hroka.

Oasis er komin aftur, ekkert að þakka. Ég heyri að ANDRÚMSLOFTIÐ ER ÖMURLEGT. Gott að vita að ekkert breytist,“ sagði hann og endaði færsluna á þessu orði: LFUCKING x.“

Einn aðdáandi sagðist ekki hafa átt von á því að hljómsveitin myndi rýja aðdáendur sína inn að skinni og því svaraði Liam svona: „ÞEGIÐUׅ (e. SHUTUP)“.

Þegar hann var spurður hvort hann ætti einhverja aukamiða sagðist hann eiga heilan helling. „En þeir eru mjög dýrir. 100 þúsund pund, krjúpandi.“

Og þegar hann var spurður hvernig honum liði vegna málsins sagðist hann vera býsna kokhraustur og góður með sig. „Bara að grínast. Ég er þrælmontinn með mig (e. smug as f***). Ég sagði ykkur að við kæmum aftur saman einn daginn.“

Sveitin tilkynnti í vikunni að tveimur tónleikum að minnsta kosti yrði bætt við vegna gríðarlegrar eftirspurnar eftir miðum. Þá varpaði sveitin ábyrgð á umboðsmenn sína vegna þess hvernig staðið var að miðasölunni en margir hafa gagnrýnt það að notast hafi verið við dýnamíska verðlagningu. Hljómsveitin hefði sjálf getað komið í veg fyrir það.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Aðdáendur áhyggjufullir um Rachael Ray eftir að hún birti þetta myndband

Aðdáendur áhyggjufullir um Rachael Ray eftir að hún birti þetta myndband
Fókus
Fyrir 2 dögum

Elton John á batavegi eftir svæsna augnsýkingu

Elton John á batavegi eftir svæsna augnsýkingu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sunneva átti erfitt með að kveðja goðsagnakennda bílnúmerið – „Þetta er búið að vera svo gaman en samt mjög vandræðalegt“

Sunneva átti erfitt með að kveðja goðsagnakennda bílnúmerið – „Þetta er búið að vera svo gaman en samt mjög vandræðalegt“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sagði Kanye West hafa sent sér hugskeyti og sagt henni að stela bílnum

Sagði Kanye West hafa sent sér hugskeyti og sagt henni að stela bílnum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir kynlíf með unga kærastanum það besta sem hún hefur upplifað

Segir kynlíf með unga kærastanum það besta sem hún hefur upplifað
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sunneva: „Ég hef áhyggjur af því að fólk fari að versla jólagjafirnar fyrir börnin sín á þessum síðum“

Sunneva: „Ég hef áhyggjur af því að fólk fari að versla jólagjafirnar fyrir börnin sín á þessum síðum“