fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Fókus

Setur spurningarmerki við háttsemi læknisins sem sagði að hún gæti ekki eignast börn – Á von á sínu öðru barni

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 4. september 2024 10:29

Fanney Dóra Veigarsdóttir á von á sínu öðru barni í september.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar Fanney Dóra Veigarsdóttir var 22 ára sagði læknir henni að hún myndi ekki geta eignast börn nema með mikilli aðstoð. Það var mikið áfall að heyra það enda hafði hana alltaf dreymt um að verða móðir. Hún er nú ólétt af sínu öðru barni en bæði komu undir náttúrulega.

Fanney Dóra er áhrifavaldur, förðunarfræðingur og leikskólakennari. Hún er gestur í Fókus, hlaðvarpsþætti DV.

Horfðu á brot úr þættinum hér að neðan. Þú getur einnig horft á hann í heild sinni hér eða hlustað á Spotify.

video
play-sharp-fill

Fanney Dóra hefur lengi vitað að hún vilji verða móðir. „Þetta er eiginlega búið að vera lífsmarkmið mitt. Ég veit að margir sjá þetta ekki fyrir sér en ég var bara: Þetta er lífið mitt, ég er að fara að verða mamma. Það er það sem ég vil gera í lífinu,“ segir hún.

Þegar hún var 22 fékk hún þær erfiðu fréttir að hún væri með sjúkdóminn PCOS og gæti ekki orðið ólétt náttúrulega. PCOS, einnig þekkt sem fjölblöðrueggjastokkaheilkenni, er innkirtlasjúkdómur sem hrjáir konur á frjósemisskeiði.

„Kvensjúkdómalæknirinn minn vildi meina að það væru einhverjar blöðrur þarna. Og svo var ég komin á einhver lyf og það gekk ekkert, en átti greinilega ekki að gerast á þessum tíma,“ segir hún.

„Svo kynntist ég Aroni [unnusta mínum] og lét hann vita, að barnseignir yrðu erfiðar fyrir mig. En við vorum líka bara 24 ára og vorum ekkert stressuð. Svo hálfu ári seinna vorum við ólétt.“

Fanney Dóra fór þá til annars kvensjúkdómalæknis, þar sem hennar var í fríi. „Hann sagði að ég væri ekki með PCOS,“ segir hún.

Sjá einnig: Andrúmsloftið þungt meðan Fanney Dóra og Aron biðu eftir fréttum um aðgerð dóttur þeirra – „Svo kom hann inn brosandi“

Fanney Dóra á von á öðru barni.

Villandi upplýsingar

Fanney Dóra fór svo til þriðja kvensjúkdómalæknisins í desember í fyrra. „Því ég hélt að ég væri að missa fóstur […] Hann sagði að ég væri ekki að missa fóstur heldur að það væri greinilega blaðra þarna sem hafði sprungið,“ segir hún.

Læknirinn sagði að þó hún hafi orðið ólétt þá gæti hún samt verið með PCOS, en sjúkdómurinn gæti hafa legið í dvala þegar hún varð ólétt.

„Ég er núna kona sem er með annan konusjúkdóm, lipedema, ég held bara að vandamálið sé að þetta sé konusjúkdómur og við getum ekki verið sammála um hvað hann þýðir.“

Sjá einnig: Sagt að léttast þegar hún leitaði fyrst til læknis 15 ára vegna fótaverkja – Greind með lítt þekktan en algengan sjúkdóm áratug síðar

Fanney Dóra og Thalia Guðrún.

Hálfum mánuði eftir þessa læknisheimsókn varð Fanney Dóra ólétt af sínu öðru barni, sem kom ekki heim og saman við þær upplýsingar sem hún fékk hjá lækninum tveimur vikum áður. Hún setur einnig spurningarmerki við háttsemi læknisins sem greindi hana fyrst.

„Mér finnst alveg spurning um að segja 22 ára stelpum að framtíðin þeirra verði ekki eins og hún átti að vera. Ég veit að þessi kvensjúkdómalæknir vill ekkert illt og ég veit að læknar almennt eru að reyna að gera sitt besta. En auðvitað finnst mér varhugavert samt að gera þetta svona. Ég lifði lífinu mínu þarna bara út frá því að ég væri ekki að fara að eignast börn nema með einhverju massífu inngripi. Það var alveg skellur. Ég fékk mér tvo ketti í kjölfarið,“ segir hún kímin.

Fanney Dóra ræðir þetta nánar í spilaranum hér að ofan. Brotið er hluti af nýjasti þætti af Fókus, spjallþætti DV, þar sem hún segir einnig frá veikindum dóttur sinnar, Thaliu Guðrúnar. Smelltu hér til að horfa á þáttinn í heild sinni eða hér til að hlusta á Spotify.

Fylgstu með Fanneyju Dóru á Instagram og TikTok.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Hannes Hólmsteinn opnar sig um sambúðina í Brasilíu – 47 ára aldursmunur

Hannes Hólmsteinn opnar sig um sambúðina í Brasilíu – 47 ára aldursmunur
Fókus
Í gær

Fékk þær erfiðu fréttir að hann yrði líklega ófrjór eftir meðferðina – „Við fengum einn mánuð til að reyna“

Fékk þær erfiðu fréttir að hann yrði líklega ófrjór eftir meðferðina – „Við fengum einn mánuð til að reyna“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tilnefningar til Writers Guild-verðlaunanna

Tilnefningar til Writers Guild-verðlaunanna
Fókus
Fyrir 2 dögum

14 merki þess að veitingastaðurinn er slæmur

14 merki þess að veitingastaðurinn er slæmur
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Einn af helstu kvikmyndahöfundum sögunnar og maður sem bjó til ný viðmið í sjónvarpi“

„Einn af helstu kvikmyndahöfundum sögunnar og maður sem bjó til ný viðmið í sjónvarpi“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Það er þjóðarharmur þegar heilt byggðarlag á Íslandi verður fyrir slíkum náttúruhamförum“

„Það er þjóðarharmur þegar heilt byggðarlag á Íslandi verður fyrir slíkum náttúruhamförum“
Hide picture