fbpx
Miðvikudagur 04.september 2024
Fókus

Mia Farrow segist ekki álasa þeim sem vilja vinna með Woody Allen

Fókus
Miðvikudaginn 4. september 2024 13:12

Mia Farrow, Soon-Yi Previn og Woody Allen.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikkonan og baráttukonan Mia Farrow segist ekki álasa þeim sem vilja vinna með fyrrverandi eiginmanni hennar, leikstjóranum Woody Allen.

Allen, sem er 88 ára gamall, hefur verið mjög umdeildur í gegnum árin. Árið 1992 komst upp að hann hefði átt í ástarsambandi við stjúpdóttur sína, dóttur Miu Farrow, Soon-Yi Previn. 35 ára aldursmunur var á þeim en þau giftu sig árið 1997.

Árið 1992 var Allen einnig sakaður um að hafa misnotað Dylan Farrow, sjö ára dóttur Miu Farrow. Ári seinna var Allen fundinn saklaus fyrir rétti af því að hafa misnotað Dylan en Mia Farrow fékk engu að síður forsjá yfir börnum þeirra þremur.

Farrow og Allen voru gift frá 1980 til 1992. Soon-Yi var tíu ára þegar Allen gekk henni í föðurstað.

Farrow sagðist skilja þá leikara sem vilja vinna með Allen í viðtali hjá CBS News Sunday Morning.

Hún sagðist geta aðskilið starf sitt sem leikkonu þar sem hún vann með Allen og erfiðleikunum sem hún þurfti að ganga í gegnum vegna Allen. Farrow lék í þrettán myndum sem Allen leikstýrði.

„Og ég skil fullkomlega ef leikari ákveður að vinna með honum. Ég er ekki einhver sem segir: „Þau ættu ekki að gera það.““

Mia Farrow opnaði sig einnig um hjónaband hennar og Frank Sinatra. Þau giftust árið 1966 og skildu tveimur árum síðar. Hún var 21 árs og hann 50 ára þegar þau gengu í það heilaga.

„Hann var skapvondur en innst inni var hann hjartagóður, feiminn og til staðar. Við vorum vinir þar til hann dó.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Sunneva: „Ég hef áhyggjur af því að fólk fari að versla jólagjafirnar fyrir börnin sín á þessum síðum“

Sunneva: „Ég hef áhyggjur af því að fólk fari að versla jólagjafirnar fyrir börnin sín á þessum síðum“
Fókus
Í gær

Grófu upp vandræðalegt tíst Liam Gallagher frá árinu 2017

Grófu upp vandræðalegt tíst Liam Gallagher frá árinu 2017
Fókus
Fyrir 2 dögum

Brad Pitt og kærastan stíga fram í sviðsljósið

Brad Pitt og kærastan stíga fram í sviðsljósið
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segir aðila nátengda ráðhúsinu hafa ráðist að henni með látum á Dönsku kránni

Segir aðila nátengda ráðhúsinu hafa ráðist að henni með látum á Dönsku kránni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sagt að léttast þegar hún leitaði fyrst til læknis 15 ára vegna fótaverkja – Greind með lítt þekktan en algengan sjúkdóm áratug síðar

Sagt að léttast þegar hún leitaði fyrst til læknis 15 ára vegna fótaverkja – Greind með lítt þekktan en algengan sjúkdóm áratug síðar
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Fyrir aldarfjórðungi týndust tvær litlar systur í óveðri og aldrei hefur neitt til þeirra spurst“

„Fyrir aldarfjórðungi týndust tvær litlar systur í óveðri og aldrei hefur neitt til þeirra spurst“