fbpx
Miðvikudagur 02.apríl 2025
Fókus

Ljósbrot valin á BFI London Film Festival

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 4. september 2024 11:11

Katla og Elín í hlutverkum sínum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kvikmyndin Ljósbrot eftir Rúnar Rúnarsson hefur verið valin á BFI London kvikmyndahátíðina sem er stærsta kvikmyndahátíð Bretlands, og jafnframt talin sú mikilvægasta.

„BFi london er frábær hátíð og hlakka ég til að fara. Það er um að gera að njóta á meðan nefinu stendur. Það eru ekki alltaf jólin. Þetta er búið að vera mikið ævintýri og stundum fáum við daglega góðar fréttir af myndinni okkar.  Við erum svo þakklát öllum sem gerðu þessa mynd af veruleika,“ segir Rúnar.

Ljósbrot hefur verið að fara sigurför um heiminn eftir að hafa hlotið standandi lófaklapp sem opnunarmynd á Kvikmyndahátíðinni í Cannes. Myndin hefur unnið fimm alþjóðleg kvikmyndaverðlaun og einnig hefur Ljósbrot verið valin í forval til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna. Framundan eru fjölda kvikmyndahátíða, líkt og kvikmyndahátíðin í Toronto sem er sú mikilvægasta í Norður-Ameríku og Busan sem er sú stærsta og mikilvægasta í Asíu.

Ljósbrot hefur einnig selst vel og mun fara í almennar sýningar um allan heim á næstunni.

Með aðalhlutverk í myndinni fara Elín Hall, Katla Njálsdóttir, Mikael Kaaber,  Baldur Einarsson, Gunnar Kristjánsson og Ágúst Wigum.

Myndin gerist á fallegum vordegi þegar líf Unu snýst á hliðina á svipstundu og upphefst rússibanaferð tilfinninga. Þar sem mörkin milli hláturs og gráturs, fegurðar og sorgar, verða stundum óskýr.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Stefán Einar og Sara selja í Urriðaholti – Myndir

Stefán Einar og Sara selja í Urriðaholti – Myndir
Fókus
Fyrir 2 dögum

Unnur birti tvær myndir – Ótrúlegur árangur á tveimur árum

Unnur birti tvær myndir – Ótrúlegur árangur á tveimur árum
Fókus
Fyrir 5 dögum

Stefán rifjar upp þegar hann og fleiri voru kallaðir á teppið hjá Árvakri

Stefán rifjar upp þegar hann og fleiri voru kallaðir á teppið hjá Árvakri
Fókus
Fyrir 5 dögum

Fræðsluskot Óla tölvu: ChatGPT með auga fyrir umhverfinu – Nú getur gervigreindin lýst því sem hún sér!

Fræðsluskot Óla tölvu: ChatGPT með auga fyrir umhverfinu – Nú getur gervigreindin lýst því sem hún sér!