fbpx
Þriðjudagur 28.janúar 2025
Fókus

Innlit á heillandi og hlýlegt heimili Jennifer

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 4. september 2024 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríska leikkonan Jennifer Garner bauð nýlega Architectural Digest inn á heimili sitt i Los Angeles. Prýðir hún forsíðu nýjasta tölublaðsins auk þess sem myndbandstúr um heimilið er kominn á netið.

Garner segist stolt af því að halda einkalífi sínu frá sviðsljósinu í Hollywood. „Ég er svo persónuleg þegar kemur að heimili mínu,,“ viðurkennir leikkonan í myndbandinu.

Útskýrir Garner hversu mikilvægt heimilið er fyrir hana því það var í fyrsta skipti sem hún hannaði og byggði sér heimili. 

„Ég er svo persónuleg manneskja um heimili mitt og hér hef ég bara farið með þig í gegnum allt húsið. Og í rauninni er það af nokkrum ástæðum,“ útskýrir hún í myndbandinu. 

„Ég hef aldrei smíðað neitt sjálf áður og ég er svo stolt af því. Ég fyllist þakklæti í hvert skipti sem ég geng inn í húsið mitt. Að ég fái að búa hér, að ég sé svo heppin að hafa börnin mín hérna.“ 

Á heimilinu búa einnig börnin þrjú, Violet, 18 ára, Seraphina, 15 ára, og Samuel, 12 ára, sem Garner á með fyrrum eiginmanni sínum, leikaranum og leikstjóranum Ben Affleck.

Garner vann með hönnuða- og arkitektatvíeykinu Steve og Brooke Giannetti til að skaðpa draumaheimilið. Upphaflega leitaði hún að sínu fullkomna heimili sem hún hélt að væri þegar til, en hún uppgötvaði fljótt að svo var ekki. 

„Ég leitaði og leitaði að húsi til að flytja inn í, en ég þurfti næði, og hvert hús sem ég skoðaði var of glæsilegt til að mér liði vel þar,“  segir Garner sem komst að lokum að þeirri niðurstöðu að hún yrði að búa til eitthvað frá grunni.

„Ég var svekkt, en sagði að lokum: „Allt í lagi, ég held að ég verði að byggja,“ og fann þessa lóð,“ segir hún. Þrátt fyrir þá staðreynd að hún hafi „aldrei einu sinni búið til Pinterest borð áður,“ segir Garner að hún hafi vitað nákvæmlega hvernig hús hún vildi byggja.

Sveve segir mjúka og notalega eiginlega Garner sjást vel á heimili hennar. „Það er líka eitthvað dálítið duttlungafullt við hana. Og hún hefur gaman af mildum formum, sveigjum. Þessi staður er eins konar húsútgáfan af persónuleika Jen,“ segir Brooke.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Balotelli strax á förum
Fókus
Í gær

Tímavélin: Ferðir Íslendinga til Tenerife eru engin nýmæli – „Reyndist sá grunur minn réttur að þar væru landar mínir og ferðafélagar“

Tímavélin: Ferðir Íslendinga til Tenerife eru engin nýmæli – „Reyndist sá grunur minn réttur að þar væru landar mínir og ferðafélagar“
Fókus
Í gær

Kristín Tómas: Það er hægt að vinna úr framhjáhaldi

Kristín Tómas: Það er hægt að vinna úr framhjáhaldi
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Það er ólög að fólk sem finnur einu leiðina til að bjarga lífi sínu sé að gera ólöglega hluti“

„Það er ólög að fólk sem finnur einu leiðina til að bjarga lífi sínu sé að gera ólöglega hluti“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég á lítinn skrítinn skugga – Lífið er núna“

„Ég á lítinn skrítinn skugga – Lífið er núna“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þetta eru Óskarstilnefningarnar í ár – Söngvamynd um mafíósa með flestar tilnefningar og brýtur blað í sögu Óskarsins

Þetta eru Óskarstilnefningarnar í ár – Söngvamynd um mafíósa með flestar tilnefningar og brýtur blað í sögu Óskarsins
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kristín Tómas: Algengustu vandamálin í parasamböndum

Kristín Tómas: Algengustu vandamálin í parasamböndum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Íslenskar konur lýsa ólíkum upplifunum á Ozempic – „Myndi ekki óska mínum versta óvin það sem ég gekk í gegnum“

Íslenskar konur lýsa ólíkum upplifunum á Ozempic – „Myndi ekki óska mínum versta óvin það sem ég gekk í gegnum“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Segir Gísla Martein hafa gert ósmekklegt grín að konunni sem steig fram í síðustu viku

Segir Gísla Martein hafa gert ósmekklegt grín að konunni sem steig fram í síðustu viku