fbpx
Laugardagur 18.janúar 2025
Fókus

„Nú teljum við í nýtt starfsár og hvetjum konur til að taka þátt!“

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 30. september 2024 15:49

Aðalfundurinn að hefjast á björtum degi. Mynd: Andrea Róbertsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„FKA Vesturland er vettvangur fyrir konur í atvinnulífinu á Vesturlandi sem hafa gagn og gaman af því að efla tengslanet sitt og styrkja hver aðra,“ segir Alexandra Ýr nýr formaður FKA Vesturlandi. „Markmið deildarinnar er að stuðla að samheldni og samvinnu kvenna og vera hreyfiafl fyrir konur í atvinnulífinu á Vesturlandi. Starf deildarinnar hófst árið 2018 og var stofnfundur haldinn í Stykkishólmi og í dag erum við rúmlega fimmtíu konur sem erum í deildinni núna.“ 

Ný stjórn tekur við keflinu af stjórn sem heldur betur hefur látið til sín taka innan FKA, mætt á viðburði um land allt og sett mark sitt á starfið. Alexandra Ýr Sigurðardóttir er nýr formaður deildarinnar, Jóhanna Elva Ragnarsdóttir gjaldkeri og Valdís Ósk Margrétardóttir ritari. Þá er Silja Guðbjörnsdóttir samskiptatengill deildarinnar og meðstjórnendur Dr. Eyrún Eyþórsdóttir og Halldóra Guðjónsdóttir. 

Aldísi Örnu Tryggvadóttur fráfarandi formanni deildarinnar, Írisi Gunnarsdóttur og Rúnu Björgu Sigurðardóttur er þakkað starf í þágu félagsins. Alexandra Ýr og Jóhanna halda áfram í stjórn.  

Núverandi stjórn og fráfarandi formaður ásamt nokkrum konum á Vesturlandi sem sóttu aðalfundinn, Helga Margrét, Sigríður Margrét, Helga Sjöfn Jóhannesdóttir sjúkraþjálfari, Jónína Erna Arnardóttir tónlistarkona, Signý Óskarsdóttir Creatrix og Rakel Dögg Sigurgeirsdóttir sjúkraþjálfari.
Mynd: Andrea Róbertsdóttir
Sigríður Margrét Guðmundsdóttir og Aldís Arna Tryggvadóttir.
Mynd: Andrea Róbertsdóttir

Viðburðir fyrir vestan á starfsárinu sem leið voru fjölbreyttir. „Sælustund í sveitinni þar sem Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, þáverandi fjármálaráðherra spjallaði við okkur ,,Frá konu til konu“, Uppskeruhátíð FKA Vesturland var í Hvammsvík í apríl síðastliðnum þar sem Helga Braga var með uppistand,“ segir Alexandra stolt af sínum konum. Aðrir merkisviðburðir starfsársins voru sóttir um landið eins og þegar hópur kvenna úr FKA Vesturlandi fóru saman á Landsbyggðarráðstefnu FKA í Reykjanesbæ  þann 6.-7.október. Fræðsluerindin voru eftirminnilega sem og frábær helgi og samvera með félagskonum af landinu öllu til dæmis ,,Trúnó við varðeldinn” í Blush, Jólarölt FKA á Selfossi, Viðurkenningarhátíð FKA 2024 á Grand Hótel Reykjavík og Sýnileikadagur FKA í Arion svo eitthvað sé nefnt. 

Helga Margrét Friðriksdóttir, félagskona FKA, og framkvæmdastjóri Landnámssetri Íslands tók á móti hópnum. Mynd: Andrea Róbertsdóttir
Ný stjórn FKA Vesturlandi efri röð frá vinstri: Valdís Ósk Margrétardóttir, Halldóra Guðjónsdóttir og Jóhanna Elva Ragnarsdóttir. Neðri röð: Silja Guðbjörnsdóttir og Alexandra Ýr Sigurðardóttir nýr formaður deildarinnar. Á mynd vantar Dr. Eyrúnu Eyþórsdóttur.
Mynd: Andrea Róbertsdóttir
Landnámssetur Íslands er í eigu félagskonu FKA Sigríðar Margrétar Guðmundsdóttur og Kjartans Ragnarssonar.
Mynd: Andrea Róbertsdóttir
Tveir fulltrúar stjórnar FKA á svæðinu á mynd frá vinstri: Jasmina Vajzovic Crnac eigandi IZO ráðgjöf og stjórnarkona FKA, Aldís Arna Tryggvadóttir fráfarandi formaður deildarinnar, Jóhanna Elva Ragnarsdóttir, Alexandra Ýr Sigurðardóttir nýr formaður deildarinnar og Andrea Ýr Jónsdóttir framkvæmdastjóri Heilsulausna ritari FKA.
Mynd: Andrea Róbertsdóttir
Aldís Arna Tryggvadóttir fráfarandi formaður deildarinnar og Alexandra Ýr Sigurðardóttir nýr formaður FKA vesturlandi.
Mynd: Andrea Róbertsdóttir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Birti óhugnanlegt myndband um „frábæra“ fyrrverandi eiginmanninn sem myrti hana stuttu síðar

Birti óhugnanlegt myndband um „frábæra“ fyrrverandi eiginmanninn sem myrti hana stuttu síðar
Fókus
Í gær

Aron var handtekinn af fjórum lögreglumönnum, sprautaður niður og fluttur á Landspítalann – Greindur með sjaldgæfan sjúkdóm í kjölfarið

Aron var handtekinn af fjórum lögreglumönnum, sprautaður niður og fluttur á Landspítalann – Greindur með sjaldgæfan sjúkdóm í kjölfarið
Fókus
Fyrir 3 dögum

Drew Barrymore hefndi sín á fyrrverandi með kostulegum hætti – „Haltu kjafti og hlustaðu“

Drew Barrymore hefndi sín á fyrrverandi með kostulegum hætti – „Haltu kjafti og hlustaðu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Leynilögreglumaður myndaði sterk tengsl við undirheimana: „Ég get ekki sagt þér hversu oft ég hélt að ég væri að fara deyja“

Leynilögreglumaður myndaði sterk tengsl við undirheimana: „Ég get ekki sagt þér hversu oft ég hélt að ég væri að fara deyja“