fbpx
Laugardagur 21.desember 2024
Fókus

Hulda og Þorsteinn byrjuð með nýja þætti og rukka „vandræðalega lítið og aðallega hugsað til að „haters“ fái ekki ókeypis efnivið“

Fókus
Mánudaginn 30. september 2024 12:29

Hulda Tölgyes og Þorsteinn V. Einarsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hjónin Þorsteinn V. Einarsson, kynjafræðingur og umsjónarmaður Karlmennskunnar, og sálfræðingurinn Hulda Tölgyes eru að byrja með nýja hlaðvarpsþætti saman.

Það er ekki enn komið nafn á hlaðvarpið en fyrsti þáttur er kominn út. Þættirnir verða í áskrift, vikan eða hver þáttur kostar 290 krónur.

„Við vorum að gefa út fyrsta þátt í hlaðvarpi okkar hjóna – sem við eigum eftir að ákveða nafn á. Þetta er vikulegt áskriftarhlaðvarp og verður lauflétt fræðandi og femínískt. Þættirnir verða hráir, berskjaldaðir og semi-skipulagðir með föstum liðum. Munum leyfa ykkur að skyggnast inn í okkar samband og allskonar sem við höfum lært í okkar pararáðgjöf og í okkar störfum. Við munum skoða „gömlu dagana“ og æskuna okkar, sækja aðeins í nostalgíu níunnar út frá lögum og lagatextum. Rýna í uppeldisaðferðir og viðmið sem tíðkuðust í okkar æsku og bera saman við samtímann. Og auðvitað látum við okkur samfélagsmál hverrar viku varða,“ skrifuðu hjónin í sameiginlegri færslu á Instagram.

„Vonandi eruð þið jafn peppuð og við fyrir þessu nýja verkefni. Við vonum að ykkur muni finnast það hóflega skemmtilegt en á sama tíma styrkjandi og fræðandi.“

Skjáskot/Instagram

Þorsteinn útskýrði nánar fyrirkomulagið í Story á Instagram:

„Þetta er semí hlaðvarp bara fyrir bakhjarlana okkar en öll geta auðvitað hlustað. Vikan kostar 290 krónur sem er auðvitað vandræðalega lítið og aðallega hugsað til að „haters“ fái ekki ókeypis efnivið. Þeir þurfa þá allavega að borga smá.“

Hann benti þeim sem langar að hlusta en eiga erfitt með að borga 290 krónur að senda honum skilaboð.

Sjá einnig: Íhuguðu að flytja af landi brott þegar Bónus-stormurinn stóð sem hæst

Prófaðu að endurhlaða síðuna ef þú sérð ekki færsluna hér að neðan.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by karlmennskan (@karlmennskan)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Myndir af leikkonunni settu allt á hliðina og nú svarar hún tröllunum fullum hálsi – Málið vekur upp spurningar um kröfur karla til kvenna

Myndir af leikkonunni settu allt á hliðina og nú svarar hún tröllunum fullum hálsi – Málið vekur upp spurningar um kröfur karla til kvenna
Fókus
Í gær

Dennis Rodman fær það óþvegið frá dóttur sinni

Dennis Rodman fær það óþvegið frá dóttur sinni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kynlífsathöfnin sem Christina Aguilera fær ekki nóg af

Kynlífsathöfnin sem Christina Aguilera fær ekki nóg af
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrsta stefnumótið var fyrir tíu árum á Litla-Hrauni: „Ég fór þarna út með hjartað í brókinni og stjörnur í augunum“

Fyrsta stefnumótið var fyrir tíu árum á Litla-Hrauni: „Ég fór þarna út með hjartað í brókinni og stjörnur í augunum“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Bogi kaupir á Brúnastöðum

Bogi kaupir á Brúnastöðum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Dóttir Margrétar og Ísaks komin með nafn – Skírnartertan eins og listaverk

Dóttir Margrétar og Ísaks komin með nafn – Skírnartertan eins og listaverk