fbpx
Mánudagur 30.september 2024
Fókus

„Eitt og hálft ár frá aðgerðinni sem breytti svo miklu, sem breytti öllu“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 30. september 2024 15:14

Arna Vilhjálmsdóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þjálfarinn og áhrifavaldurinn Arna Vilhjálmsdóttir gekkst undir efnaskiptaaðgerð fyrir einu og hálfi ári síðan. Arna segir aðgerðina hafa breytt lífi sínu til hins betra, en hún segir það ekki bara vera vegna minni líkama heldur alls þess sem fylgdi, eins og að þora.

Arna tók saman tíu uppáhalds augnablik hennar síðastliðna átján mánuði í einlægri færslu á Instagram.

Prófaðu að endurhlaða síðuna ef þú sérð ekki myndirnar hér að neðan.

Arna tekur það skýrt fram að líf hennar breyttist ekki svona mikið bara því hún er léttari. „Ég vona að þið þekkið mig nógu vel til þess að skilja að breytingarnar á síðasta eina og hálfa árinu séu ekki bara svo frábærar því að líkaminn minn breyttist,“ segir Arna og beinir orðum sínum til fylgjenda sinna á Instagram.

„Já, hann breyttist EN ég er sama Arna og ég hef verið. Heilsan mín er hins vegar betri, andlega og líkamlega.

Ég er að fá meira rými til að gera hluti sem ég vil.

Ég veit að þið vitið að ég hef alltaf sagt að stærðin þín ákvarðar ekki virðið þitt. Ég berst fyrir því að fólk sjái mig eins – sama hver fatastærðin mín er.

Aukið sjálfstraust kom hraðar og hraðar því meira sem ég ögraði mér á þessu síðasta eina og hálfa ári. Ekki af því ég var með grennri líkama.

Fara í þröngan kjól því HVERJUM ER EKKI SAMA? Vera berleggja því HVERJUM ER EKKI SAMA?

Eftir að ég tók þessa ákvörðun ákvað ég að taka alla stoppara sem ég hef verið með og henda þeim í ruslið. Lífið er of stutt.“

Skilaði skömminni

Arna ræddi um ákvörðunina um að fara í aðgerðina, skömmina sem oft tengist slíkum aðgerðum sem hún neitar að finna fyrir og líðan hennar í Fókus, spjallþætti DV, í mars. Þá var ár liðið frá aðgerð.

Sjá einnig: Arna skilar skömminni í kringum magaermisaðgerðir – „Þetta var heilsulega rétta skrefið fyrir mig á þessum tímapunkti“

„Ég fór í magaermi fyrir ári síðan, eitthvað sem ég var búin að segjast aldrei ætla að gera. Ég er mjög hrædd við inngrip, hvað sem það er. Mér fannst ég líka vera hálfgert að bregðast boðskapnum sem ég er að breiða út, ef það meikar sens, að vera ánægður í sínum líkama og allt svoleiðis. Það er þessi skömm sem ég talaði um,“ sagði hún.

Arna sagði að slíkar aðgerðir séu gjarnan litnar hornauga og að fólkið sem fer í þær séu „letingjar“ að fara „auðveldu leiðina.“ Hún sagði það alls ekki rétt og tók fram að það sé mikilvægt að vera með hausinn í lagi áður en maður tekur skrefið. Hún sagði að það hafi hjálpað henni gríðarlega.

„Ég þurfti sjálf að komast á þann stað að mér var nákvæmlega sama hvernig ég leit út. Þá meina ég það að ég var ekki að láta það stoppa mig eða láta það vera einhverja afsökun fyrir því að einhver kom illa fram við mig, eða sagði eitthvað. Heldur var ég fullkomlega sátt við það hvernig ég leit út, og þá einhvern veginn var ég tilbúin. Því ég var ekki að gera þetta til þess að komast í eitthvað samfélagslega samþykkt mót því þá yrði ég glöð eða hamingjusöm, heldur var ég að þessu heilsulega séð,“ sagði hún.

Horfðu á þáttinn með Örnu hér eða hlustaðu á Spotify.

Fylgstu með Örnu Vilhjálms á Instagram. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Sakaði „áfallalækni“ um kynferðislegt ofbeldi stuttu eftir að hann rukkaði ógreiddan reikning

Sakaði „áfallalækni“ um kynferðislegt ofbeldi stuttu eftir að hann rukkaði ógreiddan reikning
Fókus
Fyrir 2 dögum

Erfitt að vita til þess að fimm menn stóðu hjá og leyfðu nauðguninni að gerast – „Hann sagði við þá að hann ætlaði að athuga hvort ég myndi ýta honum af eða ekki“

Erfitt að vita til þess að fimm menn stóðu hjá og leyfðu nauðguninni að gerast – „Hann sagði við þá að hann ætlaði að athuga hvort ég myndi ýta honum af eða ekki“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fagnaði 80 ára afmæli eiginmannsins með nektarmynd

Fagnaði 80 ára afmæli eiginmannsins með nektarmynd
Fókus
Fyrir 3 dögum

Oasis túrar um heiminn á næsta ári – Slegist um miðana á Bretlandi

Oasis túrar um heiminn á næsta ári – Slegist um miðana á Bretlandi
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sá hvað umdeilt lyf reyndist Stefáni Karli vel – „ Það sló áberandi og miklu betur á ógleði“

Sá hvað umdeilt lyf reyndist Stefáni Karli vel – „ Það sló áberandi og miklu betur á ógleði“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Stefnir í ljótan skilnað – „Þú svafst hjá öðrum manni með barnið inni í þér, segðu sannleikann!“

Stefnir í ljótan skilnað – „Þú svafst hjá öðrum manni með barnið inni í þér, segðu sannleikann!“