fbpx
Fimmtudagur 06.mars 2025
Fókus

Ljósbrot valin á stærstu kvikmyndahátíð Asíu

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 3. september 2024 16:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kvikmyndin Ljósbrot eftir Rúnar Rúnarsson hefur verið valin á kvikmyndahátíðina í Busan í Suður-Kóreu. Hátíðin er stærsta kvikmyndahátíð Asíu og jafnframt talin sú mikilvægasta.

Ljósbrot hefur verið að fara sigurför um heiminn eftir að hafa hlotið standandi lófaklapp sem opnunarmynd á Kvikmyndahátíðinni í Cannes. Myndin hefur unnið fimm alþjóðleg kvikmyndaverðlaun og einnig hefur Ljósbrots verið valin í forval til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna og á Toronto kvikmyndahátíðna sem er sú mikilvægasta í Norður-Ameríku.  Framundan eru fjöldi kvikmyndahátíða og hefur Ljósbrot einnig selst vel og mun fara í almennar sýningar um allan heim á næstunni.

Með aðalhlutverk í myndinni fara Elín Hall, Katla Njálsdóttir, Mikael Kaaber,  Baldur Einarsson, Gunnar Kristjánsson og Ágúst Wigum.

Myndin gerist á fallegum vordegi þegar líf Unu snýst á hliðina á svipstundu og upphefst rússibanaferð tilfinninga. Þar sem mörkin milli hláturs og gráturs, fegurðar og sorgar, verða stundum óskýr.

„Á fótboltamáli væri þetta kölluð þrenna reikna ég með. Cannes, Toronto og Busan. Mikilvægustu hátíðirnar í sinni heimsálfu. Við erum einkar stolt og þakklát okkar fólki, sem gerði þetta mögulegt,“ segir Rúnar Rúnarsson leikstjóri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Alisson verðlaunaður
Fókus
Í gær

Einar fékk óvænt svar frá nemendum – Vildu að foreldrarnir hættu að segja alltaf sömu tvö orðin á morgnana

Einar fékk óvænt svar frá nemendum – Vildu að foreldrarnir hættu að segja alltaf sömu tvö orðin á morgnana
Fókus
Í gær

Ragnhildur: Ef það fer í taugarnar á þér þegar einhver borðar salat í stað hamborgara, lestu þetta

Ragnhildur: Ef það fer í taugarnar á þér þegar einhver borðar salat í stað hamborgara, lestu þetta
Fókus
Fyrir 2 dögum

Svarar fyrir sig eftir að útlit hennar varð aðalumræðuefnið

Svarar fyrir sig eftir að útlit hennar varð aðalumræðuefnið
Fókus
Fyrir 2 dögum

Varalesari afhjúpar hvað Demi Moore sagði þegar hún hlaut ekki Óskarinn

Varalesari afhjúpar hvað Demi Moore sagði þegar hún hlaut ekki Óskarinn
Fókus
Fyrir 3 dögum

Svölu hefur aldrei liðið betur en núna

Svölu hefur aldrei liðið betur en núna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Frægar tvíburasystur í góðu yfirlæti á Íslandi – Einkaopnun í Sky Lagoon

Frægar tvíburasystur í góðu yfirlæti á Íslandi – Einkaopnun í Sky Lagoon
Fókus
Fyrir 3 dögum

Stjörnurnar stórglæsilegar á rauða dregli Óskarsins

Stjörnurnar stórglæsilegar á rauða dregli Óskarsins
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jenna Jameson orðin kona einsömul

Jenna Jameson orðin kona einsömul