fbpx
Þriðjudagur 03.september 2024
Fókus

Kevin myndaði eldgosið og átti ekki von á þessu – „Ekki vera þessi manneskja“

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 3. september 2024 19:51

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Franski ljósmyndarinn KÉVIN PAGÈS sem búsettur er í Reykjavík hefur deilt fjölmörgum Íslandsmyndum með fylgjendum sínum á samfélagsmiðlum.

Kévin brá sér fyrr í dag að eldgosinu á Sundhnúksgígaröðinni og setti drónann á loft til að taka myndir. Sá hann strax eitthvað athugavert, ferðamann sem augljóslega hafði gengið að gígbrúninni. Varar Kevin ferðamenn við þessari hegðun.

„Allt í lagi … (ekki mín venjulega tegund af efni en ég varð að deila þessu). Tekið fyrir um það bil klukkutíma síðan þegar ég var að nálgast gosið með dróna mínum og ég sá eitthvað athugavert.

Ferðamaður lagði leið sína alla leið að brún gígsins sem gýs. Það er ekki bara stórhættulegt að vera þarna heldur þurfti hann líka að fara í gegnum nýstorknaða hraunskorpu langa leið til að komast þangað. Þegar hann byrjaði að ganga til baka sá ég hundruð glóandi rauðra bletta allt í kringum hann. Á einhverjum tímapunkti hrasaði hann og braut jarðskorpulag og datt næstum ofan í það …

Í fyrsta skipti síðan atburðir hófust í desember á þessu svæði var aðgangur ekki leyfður almenningi og í þetta skiptið ákváðu þeir að leyfa fólki að koma og njóta útsýnisins úr öruggri fjarlægð en svona hegðun sýnir að því miður getum við ekki treyst fólki til að haga sér vel.

Ef þú sérð þetta myndband og ert að lesa þetta, vinsamlegast EKKI VERA ÞESSI MANNESKJA!

 

View this post on Instagram

 

A post shared by K E V I N P A G È S (@kevinpages_)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Bragi flutti skuldum vafinn til Miami en sneri blaðinu við með dugnaði og elju – Efnaðist á fasteignum og rekur öflugt fyrirtæki ytra

Bragi flutti skuldum vafinn til Miami en sneri blaðinu við með dugnaði og elju – Efnaðist á fasteignum og rekur öflugt fyrirtæki ytra
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kardashian-systir segist laðast kynferðislega að sjálfri sér

Kardashian-systir segist laðast kynferðislega að sjálfri sér
Fókus
Fyrir 3 dögum

Andrúmsloftið þungt meðan Fanney Dóra og Aron biðu eftir fréttum um aðgerð dóttur þeirra – „Svo kom hann inn brosandi“

Andrúmsloftið þungt meðan Fanney Dóra og Aron biðu eftir fréttum um aðgerð dóttur þeirra – „Svo kom hann inn brosandi“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Er Dagur Sig betri en orginal söngvarinn?

Er Dagur Sig betri en orginal söngvarinn?