fbpx
Sunnudagur 05.janúar 2025
Fókus

Hinn fimmtán ára Oddur Bjarni leggur til SKVÓP matseðil í grunnskólum landsins – Hefur sent forsetanum bréf

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 3. september 2024 13:30

Oddur Bjarni er úr Vestmannaeyjum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Grunnskólanemandinn Oddur Bjarni Bergvinsson leggur til að matseðill, sem hann kallar SKVÓP, verði innleiddur í grunnskólum landsins. Það myndi létta líf fjölskyldna í landinu.

„Mig lang­ar að koma með þá til­lögu að all­ir grunn­skól­ar lands­ins taki upp þenn­an mat­seðil,“ segir Oddur Bjarni, sem er 15 ára og nemandi við Grunnskólann í Vestmannaeyjum, í aðsendri grein í Morgunblaðinu í gær.

Leggur hann til matseðil sem hann kalla SKVÓP, en það er skammstöfun á þeim mat sem hafður er á hverjum degi.

„Ég var í spænsku­skóla í sum­ar og kynnt­ist þar stelpu frá Þýskalandi. Í henn­ar skóla er alltaf sama teg­und af mat á viss­um degi, t.d. fisk­ur á fimmtu­dög­um og veg­an á þriðju­dög­um. Nú þegar mat­ur­inn verður ókeyp­is er enn mik­il­væg­ara að for­eldr­ar skrái ekki börn­in sín í mat þegar þau vita að þau verði ekki í mat á ákveðnum dög­um,“ segir Oddur Bjarni sem áður hefur látið að sér kveða og skrifað greinar í blöð.

Sjá einnig:

Hinn 14 ára gamli Oddur Bjarni tapaði fermingarpeningunum á hlutabréfamarkaði – Ætlar að selja þau á vægu verði á jólabasar grunnskólans

Með hinum svokallaða SKVÓP matseðli verður alltaf sama tegundin af mat á ákveðnum vikudögum í skólanum. Þetta eru:

Mánu­dag­ur: Sjáv­ar­rétt­ur (fisk­ur).

Þriðju­dag­ur: Kjöt.

Miðviku­dag­ur: Veg­an.

Fimmtu­dag­ur: Ódýr mat­ur (spóna­mat­ur).

Föstu­dag­ur: Par­tímat­ur (ham­borg­ar­ar, pitsa, takó o.s.frv.).

„Það er leiðin­legt þegar það er t.d. fisk­ur í há­deg­inu og líka heima um kvöldið sama dag, en ef for­eldr­arn­ir vita hvað er í mat­inn þenn­an og hinn dag­inn er hægt að sam­ræma skóla­mat­inn og kvöld­mat­inn,“ segir Oddur Bjarni sem hefur ekki látið það duga að senda grein í Moggann. „Ég hef komið þess­ari til­lögu áfram til míns skóla sem og sent nýj­um for­seta okk­ar, Höllu Tóm­as­dótt­ur, bréf og beðið hana að hjálpa við að koma þess­ari hug­mynd áfram.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Ellý brugðið þegar hún spáði fyrir þátttöku Íslands í Eurovision – „Þetta finnst mér sérstakt“

Ellý brugðið þegar hún spáði fyrir þátttöku Íslands í Eurovision – „Þetta finnst mér sérstakt“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Loksins skilin eftir 8 ára hatrammar deilur – Deilur um víngerð halda áfram

Loksins skilin eftir 8 ára hatrammar deilur – Deilur um víngerð halda áfram