fbpx
Laugardagur 21.desember 2024
Fókus

Veist þú hvað orðin Húðhefðir, Feikur, Snjallsímavofa, Elliði og Glasagátur þýða?

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 28. september 2024 19:00

Þessi orð eru líklega öll búin að ná fótfestu í íslenskri tungu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árni er maðurinn sem maður leitar til þegar maður er óviss um fallbeygingu orða, samheiti eða íslenskan vefst á annan hátt fyrir manni. Það er ekki Árni sjálfur, heldur vefur Árnastofnunnar. 

Á arnastofnun.is, Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, geta áhugamenn og nördar um tungumálið ástkæra ylhýra gleymt sér löngum stundum. Einn skemmtilegasti hluti vefsins er Nýyrðavefurinn. 

Um nýyrði segir að til að mynda ný íslensk orð koma einkum eftirtaldar leiðir til greina:

*Samsetning: Þetta er algengasta aðferðin við að mynda ný orð í íslensku.
húsbíll, úr hús og bíll
tölvupóstur, úr tölva og póstur
sýndarveruleiki, úr sýnd og veruleiki
skáletur, úr ská og letur

*Afleiðsla: Þessi aðferð er gömul í málinu en getur verið erfið.
skoðun, úr skoða og viðskeytinu -un
rafrænn, úr raf- og viðskeytinu -rænn
rakari, úr raka og viðskeytinu -ari
læknir, úr lækna og viðskeytinu -ir

*Orð fær nýja merkingu:Gömul orð geta fengið nýja merkingu, t.d. þegar útlit eða hlutverk minnir á eitthvað annað.
mús, orðið fékk nýja merkingu í sambandi við tölvur, (smátæki til að færa til bendil á tölvuskjá)
gluggi, orðið fékk nýja merkingu í sambandi við tölvur, (reitur á tölvuskjá þar sem gögn birtast)
skjár, orðið fékk nýja merkingu í sambandi við sjónvarp og tölvur (sá hluti sjónvarps eða tölvu þar sem myndin birtist)
minni, orðið fékk nýja merkingu í sambandi við tölvur (vinnsluminni tölvu)

Nýyrðavefurinn

Á vefnum má finna nýyrði eftir flokkum, eins og matur, atvinnu og fjölskylda, eftir stafrófsröð, hver eru nýjust, hver eru vinsælust og svo framvegis.

Kristín Sif, Þór Bæring og Bolli ræddu um skemmtilegustu nýyrðin þættinum Ísland vaknar á K100 fyrr í vikunni.

En finna má enn fleiri orð á Nýyrðavefnum og ef við skoðum þessi fjögur sem talin eru upp í fyrirsögninni og þú ert mögulega búinn að átta þig á hvað þýða:

Húðhefðir: Samheiti við húðrútína eða á ensku skin routine.

Feikur: Að hringja sig inn veikan í vinnuna en vera ekki veikur. Kemur af því að vera „feik veikur“.

Snjallsímavofa: Sá sem er alltaf í símanum eða á ensku smartphone-zombie.

Elliði: Manneskja sem starfar á elliheimili.

Glasagátur: Þýðing á enska orðinu pub quiz.

Og nú er bara að spreyta sig, finna upp á nýyrði/um og senda til Árna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Sonur Pamelu Anderson er staðráðinn í því að rústa ranghugmyndum Hollywood um mömmu hans

Sonur Pamelu Anderson er staðráðinn í því að rústa ranghugmyndum Hollywood um mömmu hans
Fókus
Fyrir 2 dögum

Laufey áberandi á aðventunni

Laufey áberandi á aðventunni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Læknir svarar því hvort maður geti raunverulega fengið klamýdíu af líkamsræktartæki

Læknir svarar því hvort maður geti raunverulega fengið klamýdíu af líkamsræktartæki
Fókus
Fyrir 2 dögum

Jólaflug Play sló í gegn – „Þetta var mikil vinna en allt þess virði“

Jólaflug Play sló í gegn – „Þetta var mikil vinna en allt þess virði“