fbpx
Föstudagur 27.september 2024
Fókus

James Corden prófaði Ozempic en hætti um leið og hann áttaði sig á þessu

Fókus
Föstudaginn 27. september 2024 12:29

James Corden. Mynd/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjónvarpsstjarnan James Corden viðurkennir að hafa prófað sykursýkislyfið Ozempic í von um að léttast. Niðurstöðurnar komu honum á óvart, en hann bjóst við miklum árangri eins og svo margir hafa sýnt undanfarið ár. En fyrir Corden tók hann ekki eftir miklum mun.

Lyf á borð við Ozempic og Wegovy hafa verið mikið á milli tannanna á fólki að undanförnu og það ekki að ástæðulausu. Um er að ræða þyngdarstjórnunarlyf sem upphaflega voru þróuð fyrir þá sem þjást af sykursýki en hafa gagnast öðrum í baráttu við aukakílóin.

„Ég prófaði Ozempic og það ætti ekki að koma ykkur á óvart, þegar þið horfið á mig nuna, að það hafi ekki alveg virkað,“ sagði hann í hlaðvarpsþætti sínum This Life of Mine.

Corden, 46 ára, sagði að hann hafi prófað lyfið „í smá tíma“ en hafi síðan áttað sig á því að það eina sem lyfið gerir er að bæla matarlystina.

„Það sem ég fattaði var: „Ónei, hungur tengist ekkert af hverju ég borða. Eina sem lyfið gerir er að láta þig ekki vera svangan, en ég borða mjög sjaldan vegna hungurs.“

Hann sagði að ástæðan væri flóknari og lægi dýpra. „Það er eitthvað annað en hungur sem lætur mig borða svona.“

Þyngdist á Ozempic

James Corden er ekki eina stjarnan sem hefur ekki fílað Ozempic.

Bandaríski leikarinn og grínistinn Tracy Morgan sagðist hafa þyngst um rúmlega átján kíló á lyfinu.

Morgan 55 ára, sagði fyrr á árinu að hann hafi „lært að borða yfir mig á Ozempic, ég hef þyngst um átján kíló.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Önnur kona stígur fram vegna Diddy – Lýsir hrottafenginni nauðgun sem var „tekin upp og sýnd sem klám“

Önnur kona stígur fram vegna Diddy – Lýsir hrottafenginni nauðgun sem var „tekin upp og sýnd sem klám“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segir þetta vera vandamálið við klám

Segir þetta vera vandamálið við klám
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gummi Emil tjáir sig nánar um málið – „Mikilvægt að hafa fagfólk með sér, ekki einhverja rugludalla“

Gummi Emil tjáir sig nánar um málið – „Mikilvægt að hafa fagfólk með sér, ekki einhverja rugludalla“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Steindór segir einfalda lausn við hvimleiðum vanda

Steindór segir einfalda lausn við hvimleiðum vanda