fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Fókus

Lögfræðingur Diddy reyndi að útskýra af hverju rapparinn var með 1000 flöskur af barnaolíu heima hjá sér

Fókus
Fimmtudaginn 26. september 2024 11:29

Sean „Diddy“ Combs. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríski tónlistarmaðurinn Sean „Diddy“ Combs gæti átt þungan fangelsisdóm yfir höfði sér vegna gruns um mansal og skipulagða glæpastarfsemi.

Rapparinn var handtekinn í New York fyrir rúmlega viku síðan eftir að niðurstaða ákærudómstóls lá fyrir. Fyrr á þessu ári gerði bandaríska alríkislögreglan, FBI, allsherjar leit á heimilum hans og áður hafði fyrrverandi kærasta hans, Cassandra Venture, stigið fram og sakað hann um ítrekuð kynferðisbrot og ofbeldi. Fjöldi kvenna hafa sakað hann um kynferðisofbeldi og lagt fram kæru.

Sjá einnig: Önnur kona stígur fram vegna Diddy – Lýsir hrottafenginni nauðgun sem var „tekin upp og sýnd sem klám“

Ákæruskjöl saksóknara varpa ljósi á skuggalegt líferni rapparans síðustu ár. Hann er sagður hafa haldið fjölmargar orgíur þar sem vændiskonur, eiturlyf og barnaolía í lítravís komu meðal annars við sögu. Réttara sagt fundust þúsund flöskur af barnaolíu heima hjá honum.

Rosalegt magn

Marc Agnifilo, lögfræðingur Diddy, reyndi að útskýra þetta mikla magn af barnaolíu og sagði rapparann venjulega kaupa vörur í miklu magni og að það væri Costco verslun nálægt öllum heimilum hans.

„Ég veit ekki hvaðan talan 1000 kom,“ sagði Agnifilo við TMZ.

„Ég get ekki ímyndað mér að flöskurnar hafi verið þúsund.“

Það var þá sagt við hann að talan kæmu úr ákæruskjölum og þá sagði lögfræðingurinn að hann væri „ekki alveg viss hvernig barnaolía kemur þessu við.“

Sjá einnig: Meint dagbók Kim Porter varpar óhugnanlegu ljósi á lífið með rapparanum – „Hommapartíin voru eitt, en ungu drengirnir…“

Sá sem tók viðtalið við hann sagði þá að það væri hugsanlegt að barnaolían hafi verið notuð sem sleipiefni í orgíunum.

„Ætli það ekki. Ég veit samt ekki af hverju þú myndir þurfa þúsund, ein flaska dugar ansi lengi. Ég veit ekki af hverju þú ættir að þurfa þúsund.“

Verslar í Costco

Agnifilo sagðist samt telja sig vita af hverju Diddy hafi átt svona mikið af barnaolíu.

„Hann á stórt hús, hann kaupir í miklu magni. Ég held að það sé Costco verslun nálægt öllum heimilum hans,“ sagði hann.

„Hefur þú setið á bílastæði fyrir framan Costco og séð hvað fólk labbar út með?“

Agnifilo ræddi einnig um svokölluðu „freak offs“, en það er nafnið sem orgíur Diddy gengu undir.

„Þeir kölluðu þetta „freak offs“ en þú veist, þegar ég var krakki á áttunda áratugnum þá var þetta kallað trekantur,“ sagði lögfræðingurinn.

Samkvæmt ákæruskjölum voru þessi freak offs svo áköf að Diddy og meintir þolendur hans fengu vökva í æð að þeim loknum. Er Diddy sagður hafa borgað körlum sem tóku þátt í svallveislunum en ekki konum og raunar hótað þeim öllu illu og beitt þær ofbeldi ef þær tækju ekki þátt.

Sjá einnig: Skuggaleg hegðun Sean Combs:Margra daga orgíur, barnaolía í lítravís og vökvi í æð

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Dennis Rodman með yfirlýsingu eftir að dóttir hans varpaði sprengju

Dennis Rodman með yfirlýsingu eftir að dóttir hans varpaði sprengju
Fókus
Fyrir 3 dögum

Jólakort ársins frá Vilhjálmi og Katrínu

Jólakort ársins frá Vilhjálmi og Katrínu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Myndir af leikkonunni settu allt á hliðina og nú svarar hún tröllunum fullum hálsi – Málið vekur upp spurningar um kröfur karla til kvenna

Myndir af leikkonunni settu allt á hliðina og nú svarar hún tröllunum fullum hálsi – Málið vekur upp spurningar um kröfur karla til kvenna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Dennis Rodman fær það óþvegið frá dóttur sinni

Dennis Rodman fær það óþvegið frá dóttur sinni
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kynlífsathöfnin sem Christina Aguilera fær ekki nóg af

Kynlífsathöfnin sem Christina Aguilera fær ekki nóg af
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fyrsta stefnumótið var fyrir tíu árum á Litla-Hrauni: „Ég fór þarna út með hjartað í brókinni og stjörnur í augunum“

Fyrsta stefnumótið var fyrir tíu árum á Litla-Hrauni: „Ég fór þarna út með hjartað í brókinni og stjörnur í augunum“