fbpx
Laugardagur 21.desember 2024
Fókus

Konur flykkjast á Vitringana 3 – „Út með mennina í desember”

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 26. september 2024 15:54

Jógvan, Eyþór Ingi og Friðrik Ómar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Við félagarnir ákváðum að sameina nú krafta okkar á jólavertíðinni með stórskemmtilegri sýningu í nóvember og desember sem ber heitið Vitringarnir 3. Þetta er grín, grúv og gæsahúð,“ segir Friðrik Ómar Hjörleifsson. Óhætt er að segja að það hafi náð athygli landans en nú þegar eru rúmlega 11 þúsund miðar seldir og enn rúmlega þrír mánuðir til jóla. 

Vinirnir, skemmtikraftarnir og söngvararnir Friðrik Ómars, Eyþór Ingi Gunnlaugsson og Jógvan Hansen hafa slegið nýtt aðsóknarmet í Hofi á Akureyri með jólatónleika sína sem Vitringarnir 3. Þeir félagar slá metið með því að bjóða upp á sjö tónleika í höfuðstað Norðurlands á einni helgi 5 .- 8. desember. Fyrra tónleikametið átti tónleikaröðin Heima um jólin sem var með sex sýningar á einni helgi í fyrra samkvæmt upplýsingum frá Menningarhúsinu Hofi.

Drengina þarf vart að kynna en Friðrik Ómar segir að þeir séu skemmtilega ólíkir, allskonar og hinsegin. Umfram allt eru þeir stórstjörnur í Klakksvík í Færeyjum og á Dalvík.

Fyrir stuttu frumsýndu Vitringarnir myndskeið sem er hluti af herferðinni „Út með mennina í desember” þar sem þeir félagar greina frá því að 95% af miðakaupendum þeirra eru konur. Myndskeiðið hefur fengið 430 þúsund áhorf.

 „Gestir mega eiga von á guðdómlegri blöndu af gamanefni og tónlist en með okkur verður stórhljómsveit undir stjórn Ingvars Alfreðssonar og Meyjarnar þrjár: Salka Sól, Regína Ósk og Selma Björnsdóttir. Vitringar og heilagar Doríur. Þetta verður veisla,segir Friðrik Ómar.

Hér má svo sjá mistaka myndbandið (e. blooper reel).

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Dennis Rodman fær það óþvegið frá dóttur sinni

Dennis Rodman fær það óþvegið frá dóttur sinni
Fókus
Í gær

Íslenska húsið í vinsælustu jólamynd Hallmark í ár er til sölu

Íslenska húsið í vinsælustu jólamynd Hallmark í ár er til sölu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Dóttir Margrétar og Ísaks komin með nafn – Skírnartertan eins og listaverk

Dóttir Margrétar og Ísaks komin með nafn – Skírnartertan eins og listaverk
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ragnhildur segir að þessi spurning valdi fólki miklum kvíða um jólin

Ragnhildur segir að þessi spurning valdi fólki miklum kvíða um jólin
Fókus
Fyrir 3 dögum

Jessica Simpson óþekkjanleg á nýrri mynd – „Hver er þetta?“

Jessica Simpson óþekkjanleg á nýrri mynd – „Hver er þetta?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Sögurnar eru afar fjölbreyttar en búa allar yfir einhverri óútskýrðri fegurð og hlýju“

„Sögurnar eru afar fjölbreyttar en búa allar yfir einhverri óútskýrðri fegurð og hlýju“