fbpx
Fimmtudagur 26.september 2024
Fókus

Hneyksluð á svari svikahrappsins þegar hún var send heim

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 26. september 2024 11:32

Carrie Ann Inaba og Anna Delvey. Myndir/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svikahrappurinn Anna Sorokin, sem kallar sig Anna Delvey, var send heim úr raunveruleikaþáttunum Dancing With The Stars fyrr í vikunni.

Carrie Ann Inaba, dómari í þáttunum, var hneyksluð yfir „dónalegu“ svari Önnu þegar hún var send heim á þriðjudaginn.

„Svar hennar sló mig svolítið út af laginu, ég spurði hvað hún hafði lært yfir þann tíma sem hún var með okkur og hún sagði bara: „Ekkert,““ sagði Inaba í samtali við Entertainment Weekly.

„Það var dónalegt, ekki bara vegna tækifærisins sem hún fékk heldur einnig fyrir dásamlega og stuðningsríka dansfélaga hennar, Ezra, sem var að taka þátt í fyrsta skipti, en líka fyrir okkur öll sem vinnum hörðun höndum í þáttunum og fyrir alla sem vinna á bak við tjöldin við gerð þeirra,“ sagði hún og bætti við:

„Við lögðum okkur öll fram að gefa henni sama tækifæri og aðrir. En ég held að hún sjái það ekki og það er leiðinlegt.“

Svikahrappur

Anna var 28 ára gömul þegar hún var dæmd til fjögurra til tólf ára fangelsisvistar fyrir fjársvik og þjófnað árið 2019. Glæpir hennar náðu yfir margra ára tímabil. Hún sat inni í tæp fjögur ár og var leyst úr haldi í desember 2019.

Henni tókst að vingast við fullt af ríkum og frægum einstaklingum á árunum 2013-2017 með því að þykjast sjálf koma frá auðugri fjölskyldu á Þýskalandi. Sannfærði hún fólk um að gífurlegt fjármagn væri eyrnamerkt henni á reikningi á vegum föður hennar sem hún fengi umráð yfir þegar hún næði tilteknum aldri. Þessi reikningur var þó að sjálfsögðu ekki til.

Anna við réttarhöldin.

Árið 2022 komu út leiknir þættir á Netflix, Inventing Anna, sem eru byggðir á sögu Önnu og hvernig henni tókst að blekkja elítuna í Bandaríkjunum og svíkja út gífurlega mikið af peningum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Lífið breyttist eftir að vinkona Elvu drukknaði í Bláa lóninu – „Það var ekki áfallahjálp árið 1997“

Lífið breyttist eftir að vinkona Elvu drukknaði í Bláa lóninu – „Það var ekki áfallahjálp árið 1997“
Fókus
Í gær

Önnur kona stígur fram vegna Diddy – Lýsir hrottafenginni nauðgun sem var „tekin upp og sýnd sem klám“

Önnur kona stígur fram vegna Diddy – Lýsir hrottafenginni nauðgun sem var „tekin upp og sýnd sem klám“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ferðamartröð Frosta og fjölskyldu – „Ég hef aldrei lent í öðru eins“

Ferðamartröð Frosta og fjölskyldu – „Ég hef aldrei lent í öðru eins“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Birtir fleiri einstakar myndir úr fórum hermanns sem var á Íslandi á sjötta áratugnum

Birtir fleiri einstakar myndir úr fórum hermanns sem var á Íslandi á sjötta áratugnum
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Erfiðu tímarnir gera okkur betri í því að vera hjón“

„Erfiðu tímarnir gera okkur betri í því að vera hjón“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Gummi Emil tjáir sig nánar um málið – „Mikilvægt að hafa fagfólk með sér, ekki einhverja rugludalla“

Gummi Emil tjáir sig nánar um málið – „Mikilvægt að hafa fagfólk með sér, ekki einhverja rugludalla“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Nemendur á Laugum raða inn stigum í árlegri keppni – Tannburstar notaðir til að koma í veg fyrir svindl

Nemendur á Laugum raða inn stigum í árlegri keppni – Tannburstar notaðir til að koma í veg fyrir svindl
Fókus
Fyrir 3 dögum

Stærsti skandall J.Lo dreginn fram í dagsljósið – Handtekin með Diddy eftir skotárás

Stærsti skandall J.Lo dreginn fram í dagsljósið – Handtekin með Diddy eftir skotárás