Aðdáendur hans fögnuðu þegar kjaftasagan fór á flug en harma það nú þegar hann hefur staðfest að þau séu enn saman með því að birta kroppamynd af þeim úr fríinu.
Það er ekkert nýtt að fólk hafi eitthvað að segja um hjónaband þeirra. Þau hafa verið saman í fjórtán ár og hefur samband þeirra verið umdeilt frá upphafi. Sam var 42 ára þegar hún byrjaði með unga leikaranum, sem þá var 18 ára gamall.
Þau trúlofuðust sama ár og þau kynntust, árið 2009, og gengu í það heilaga árið 2012. Þau eiga tvö börn saman, 14 ára og 12 ára. Sam á tvær eldri dætur úr fyrra hjónabandi.
Aðdáendur hans hafa aldrei sýnt sambandi þeirra stuðning og hafa lengi haldið í vonina að einn daginn muni þau skilja.
Það voru því mikil fagnaðarlæti á samfélagsmiðlum þegar leikarinn sást án giftingarhringsins í byrjun september.
Hann virðist einfaldlega hafa gleymt honum og að það hafi engin merking verið á bak við þetta, en Aaron birti nokkrar myndir úr ferðalagi þeirra hjóna á Instagram í gær.
Prófaðu að endurhlaða síðuna ef þú sérð ekki færsluna hér að neðan.
View this post on Instagram