fbpx
Fimmtudagur 26.september 2024
Fókus

Aðdáendur Bridgerton í sárum eftir að ballið breyttist í martröð – „Við eyddum 56 þúsund krónum til að kaupa okkur inn í þessu ömurlegu lífsreynslu“

Fókus
Miðvikudaginn 25. september 2024 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðdáendur Bridgerton bókanna og samnefndra sjónvarpsþátta eru í sárum í Detroit Bandaríkjunum og segjast hafa verið beittir blekkingum og svikum. Aðdáendur höfðu keypt miða á það sem var auglýst sem glæsilegt ball með Bridgerton-þema og þessir miðar voru ekki ódýrir. Að auki höfðu margir varið miklum fjárhæðum til að komast á ballið, keypt sér gistingu, förðun, hárgreiðslu og svo glæsilega kjóla. Þegar á hólminn var komið var þetta eins og metnaðarlaus árshátíð hjá undirfjármögnuðum grunnskóla.

Miðar á ballið kostuðu á bilinu 21.000-141.000. Gestum var lofað ógleymanlegri kvöldstund með klassískri tónlist, góðum mat, leikriti og svo yrði í anda Bridgerton veitt verðlaun fyrir besta búninginn og krýndur „demantur-árstíðarinnar“.

„Þetta var algjör óreiða. Þeir skönnuðu ekki einu sinni miðana okkar. Við höfðum borgað fyrir mat en svo voru óboðnir gestir þarna úti um allt,“ skrifaði einn vonsvikinn aðdáandi. „Fjölskyldan mín og ég yfirgáfum Bridgerton-ballið í Detroit. Þetta var algjör hörmung. Það var hvergi hægt að setjast. Þó að veislusalurinn hafi verið flottur þá voru skreytingarnar lítilfjörlegar og ósmekklegar. Þetta var ekki einu sinni í anda Bridgerton. Við eyddum 56 þúsund krónum til að kaupa okkur inn í þessu ömurlegu lífsreynslu“

Engin verðlaun voru veitt fyrir búninga, engin demantur krýndur og klassíska tónlistin var ekkert annað en einn einmana fiðluleikari sem flakkaði um salinn. Gestum var lofað dansi og sýningum en það reyndist bara vera ein súludansmær, en aðdáendur Bridgerton kannast ekki við að súludans sé hluti af Bridgerton-heiminum.

@moreofnitaYawll they didnt even pay the photographer💀💀💀♬ Mozart Minuet with violin(815356) – 松本一策

Aðstandendur viðburðarins, Uncle N Me LLC,  gáfu út yfirlýsingu í gær þar sem sagði: „Við höfum skilning á því að viðburðurinn stóð ekki undir væntingum allra á sunnudaginn í Harmonie klúbbnum og biðjumst við velvirðingar á því. Við ætluðum okkur að skapa töfrandi kvöldstund en viðurkennum að áskoranir varðandi skipulagið höfðu áhrif á upplifun gesta. Við tökum fulla ábyrgð á þessu og lofum því að við erum að vinna hörðum höndum að því að fara yfir kvartanir til að tryggja að allir gestir fái það sem þeim var lofað. Við skuldbindum okkur til að gera allt sem við getum til að bæta þetta upp“

Myndskeið og myndir frá ballinu sýna gífurleg vonbrigði þar sem prúðklæddir gestir, í glæsilegum kjólum, sitja á gólfinu að kafna úr leiðindum. Einn gestur ræddi við NBC fréttastofuna og sagði vonbrigðin sár. „Allir þessir kjólar sem þessar fallegu konur klæddust, við höfðum allar farið og látið sérsníða þá á okkur. Við eyddum auka pening í búningana, skartgripi, fórum í hárgreiðslu, neglur og svo endaði þetta svona“

 

Ballinu hefur verið líkt við viðburð í Glasgow fyrr á þessu ári þar sem kalla þurfti til lögreglu á viðburð í þema Charlie And the Chocolate factory. Þangað komu fjölskyldur með börn og bjuggust við ógleymanlegri lífsreynslu með söng, sælgæti og gleði. Þess í stað grétu vonsvikin börn og aflýsa þurfti viðburðinum eftir að hann hófst út af reiði foreldra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Lífið breyttist eftir að vinkona Elvu drukknaði í Bláa lóninu – „Það var ekki áfallahjálp árið 1997“

Lífið breyttist eftir að vinkona Elvu drukknaði í Bláa lóninu – „Það var ekki áfallahjálp árið 1997“
Fókus
Í gær

Önnur kona stígur fram vegna Diddy – Lýsir hrottafenginni nauðgun sem var „tekin upp og sýnd sem klám“

Önnur kona stígur fram vegna Diddy – Lýsir hrottafenginni nauðgun sem var „tekin upp og sýnd sem klám“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ferðamartröð Frosta og fjölskyldu – „Ég hef aldrei lent í öðru eins“

Ferðamartröð Frosta og fjölskyldu – „Ég hef aldrei lent í öðru eins“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Birtir fleiri einstakar myndir úr fórum hermanns sem var á Íslandi á sjötta áratugnum

Birtir fleiri einstakar myndir úr fórum hermanns sem var á Íslandi á sjötta áratugnum
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Erfiðu tímarnir gera okkur betri í því að vera hjón“

„Erfiðu tímarnir gera okkur betri í því að vera hjón“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Gummi Emil tjáir sig nánar um málið – „Mikilvægt að hafa fagfólk með sér, ekki einhverja rugludalla“

Gummi Emil tjáir sig nánar um málið – „Mikilvægt að hafa fagfólk með sér, ekki einhverja rugludalla“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Nemendur á Laugum raða inn stigum í árlegri keppni – Tannburstar notaðir til að koma í veg fyrir svindl

Nemendur á Laugum raða inn stigum í árlegri keppni – Tannburstar notaðir til að koma í veg fyrir svindl
Fókus
Fyrir 3 dögum

Stærsti skandall J.Lo dreginn fram í dagsljósið – Handtekin með Diddy eftir skotárás

Stærsti skandall J.Lo dreginn fram í dagsljósið – Handtekin með Diddy eftir skotárás