Fanney Dóra Veigarsdóttir, leikskólakennari og förðunarfræðingur, og sambýlismaður hennar Aron Ólafsson eignuðust sitt annað barn, son, mánudaginn 23. september.
Fyrir á parið dótturina Thaliu Guðrúnu sem fæddist í mars 2021.
Fanney Dóra tilkynnti um fæðinguna í story á Instagram í gær.
Fanney Dóra var gestur í í Fókus, hlaðvarpsþætti DV, í lok ágúst. Þar sagði hún meðal annars frá veikindum dótturinnar, sem greindist með góðkynja heilaæxli og fór í aðgerð stuttu fyrir þriggja ára afmælið.
Sjá einnig: Maður heldur aldrei að litla barnið manns fái heilaæxli