fbpx
Fimmtudagur 26.september 2024
Fókus

Velur þú að versla frekar en að stunda kynlíf? – „Það að versla er ekkert spes“

Fókus
Mánudaginn 23. september 2024 21:45

Mynd: Unsplash.com

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Í ljósi þess að nú er Gulur september og við vinnum öll saman að geðrækt og sjálfsvígsforvörnum, er mikilvægt að við spyrjum okkur hvort að við séum að velja að gera það sem veitir okkur ánægju?“

segir Gró Einarsdóttir sérfræðingur hjá Rannsóknamiðstöð Háskólans á Akureyri og doktor í félagssálfræði.

Í grein sinni á Vísi vísar hún til niðurstaða úr rannsókn eftir Bryson og MacKerron þar sem þeir söfnuðu þremur milljónum svara við því hvort fólk væri hamingjusamt þessa stundina og hvað það hefði verið að gera á þeim tímapunkti. 

Gró Einarsdóttir

Kynlíf á toppnum – Verslun í miðjunni

40 athöfnum var raðað í ánægju röð, „og þar tróndi kynlíf á toppnum sem ánægjulegasta athöfnin en verslunarleiðangurinn var um miðbik listans, eða í 19 sæti, og telst því hvorki til ánægjulegustu athafnanna né þeirra leiðinlegustu. Með öðrum orðum, það að versla er ekkert spes.“

Gró veltir því fyrir sér hvort marsbúar sem hefðu fengið það verkefni að fylgjast Íslendingum og álykta hvað veitti þeim mestu ánægju fengju sömu niðurstöðu og Bryson‘s og MacKerrons.

„Það er ekki ólíklegt að þeir kæmust að þeirri niðurstöðu að kynlíf væri ekkert spes,“ segir Gró og vísar í aðra rannsókn, þar sem fram kemur að Bandaríkjamenn stunda minna kynlíf en áður. Í rannsókninni koma fram skýr kynslóðaráhrif og segir hún það ekki ólíklegt að sama þróun hafi átt sér stað á Íslandi. 

„Og marsbúarnir sem eru að fylgjast með hegðun okkar gætu komist að þeirri niðurstöðu að kynlíf sé hreinlega ekki eins ánægjulegt og áður.“

Hendum magni á við píanó á mann meira en aðrir Evrópubúar

Og þegar kemur að einkaneyslunni myndu marsbúarnir fljótt sjá að Íslendingar eru þar í fremstu röð í alþjóðlegu samhengi. „Til marks um það sýna til dæmis tölur frá Eurostat að úrgangur per mann á Íslandi er með því mesta sem gerist í Evrópu, sem bendir til mikillar neyslu. Árið 2022 var sorp á mann 659 kíló, sem er 146 kílóum yfir Evrópu meðaltalinu, eða um einu píanói meira af rusli á mann. Marsbúar gætu því ályktað að Íslendingar finni meiri ánægju í verslunarleiðöngrum en í kynlífi, þar sem neysla virðist vera mikilvægari þáttur í lífi þeirra.“

Af hverju veljum við athafnir sem veita okkur ekki ánægju?

Gró spyr hver skýringin sé á því að við veljum að eyða tíma okkar og peningum í hluti sem gefa okkur ekki ánægju. Allir þurfi að vinna og versla í matinn, burtséð frá hversu skemmtilegt okkur finnist það.

„En ef við eigum 10.000 krónur aukalega, af hverju eyðum við því alltof oft í ný föt í staðinn fyrir leikhúsferð? Kannski er skýringuna að finna í því að við manneskjur erum góð í að spá fyrir um framtíða tilfinningar okkar, hvaða athafnir munu láta okkur líða vel og illa, en spádómsgáfan bregst okkar þegar kemur að því að spá fyrir um það hversu lengi sú tilfinning mun vara. Góða tilfinningin sem einkaneysla hefur í för með sér endist mjög stutt, og er raunar talin í mínútum og sekúndum, fremur heldur en í þeim klukkustundum sem það tók að vinna fyrir neyslunni. Góða tilfinningin sem við fáum frá upplifunum, hvort sem við borgum fyrir þær eða ekki, endast mun lengur,“ segir Gró og segir okkur gleyma að hugsa svo langt þegar við tökum ákvarðanir um hvað við verjum tíma okkar og peningum í. 

„Kannski getum við nýtt þessa þrjá milljón gagnapunkta til þess að minna okkur á að færa hegðun okkar frá því sem gefur okkur takmarkaða ánægju (versla) yfir í það sem gefur okkur mikla ánægju (kynlíf, leikhús, söfn, íþróttir, garðyrkja, söngur, samvera).“

Með þeim hætti getum við dregið úr þeim neikvæðu umhverfisáhrifum sem óhófleg einkaneysla hefur í för með sér, en neyslubundið kolefnisspor íslenska heimila er 55% hærra en landsbundin losun, og um það bil 71% af losun heimila er vegna innfluttra vara með tilheyrandi umhverfisvandamálum í þeim löndum sem vörurnar voru framleiddar. „Allt á meðan við gerum hluti sem eru miklu skemmtilegri en að versla.“

Greinina má lesa í heild sinni hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Ragnhildur segir algengar ástæður fyrir því að einstaklingar með ADHD fari í skápaskrölt á kvöldin

Ragnhildur segir algengar ástæður fyrir því að einstaklingar með ADHD fari í skápaskrölt á kvöldin
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ferðamartröð Frosta og fjölskyldu – „Ég hef aldrei lent í öðru eins“

Ferðamartröð Frosta og fjölskyldu – „Ég hef aldrei lent í öðru eins“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Nemendur á Laugum raða inn stigum í árlegri keppni – Tannburstar notaðir til að koma í veg fyrir svindl

Nemendur á Laugum raða inn stigum í árlegri keppni – Tannburstar notaðir til að koma í veg fyrir svindl
Fókus
Fyrir 3 dögum

Stærsti skandall J.Lo dreginn fram í dagsljósið – Handtekin með Diddy eftir skotárás

Stærsti skandall J.Lo dreginn fram í dagsljósið – Handtekin með Diddy eftir skotárás