fbpx
Fimmtudagur 23.janúar 2025
Fókus

Stærsti skandall J.Lo dreginn fram í dagsljósið – Handtekin með Diddy eftir skotárás

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 23. september 2024 17:29

Jennifer Lopez og Diddy. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríski tónlistarmaðurinn Sean „Diddy“ Combs gæti átt þungan fangelsisdóm yfir höfði sér vegna gruns um mansal og skipulagða glæpastarfsemi. 

Rapparinn var handtekinn í New York fyrir viku síðan eftir að niðurstaða ákærudómstóls lá fyrir. Fyrr á þessu ári gerði bandaríska alríkislögreglan, FBI, allsherjar leit á heimilum hans og áður hafði fyrrverandi kærasta hans, Cassandra Venture, stigið fram og sakað hann um ítrekuð kynferðisbrot og ofbeldi.

Málið hefur vakið mikinn óhug og liggja netverjar yfir gömlum myndböndum af Diddy og skoða gömul mál sem tengjast honum, hvaða stjörnur hafa verið duglegar að mæta á viðburði hjá honum og svo framvegis. Margir af þeim sem hafa umgengist Diddy eru sagðir vera stressaðir um að upplýsingar um þá komi einnig upp á yfirborðið.

Sjá einnig: „Óþægilegt og krípí“ myndband af Diddy með ungum Justin Bieber dregið aftur fram í dagsljósið

Jennifer Lopez

Nú þegar allir eru að fara yfir fortíð Diddy þá hefur eitt nafn og skandall komið ansi oft upp: Jennifer Lopez og skotárásin á Hot Chocolate.

J.Lo og Diddy voru einu sinni heitasta par Hollywood. Þetta var í fyrsta skipti sem Jennifer Lopez var í sambandi með einhverjum sem var einnig í sviðsljósinu. Þau kynntust á tökustað fyrir tónlistarmyndband og sagði Diddy að þetta hafi verið ást við fyrstu sýn, þó hann hafi verið með fyrirsætunni Kim Porter á þeim tíma. Hann sagði í viðtali við E! News að Jennifer var fyrsta konan sem hann hafi gjörsamlega kolfallið fyrir.

Allir vildu vita meira um parið. Slúðurmiðlar og paparazzi ljósmyndarar eltu þau á röndunum. Jennifer og Diddy töluðu bæði opinberlega um stormasamt samband sitt, hversu „öflug og erfið“ ást þeirra gat verið.

Sambandinu lauk eftir tvö ár. Diddy hefur sagt að hræðsla hans við skuldbindingu hafi spilað þar inn í, en sumir telja að upphafið á endanum hafi verið alræmd handtaka þeirra. Það spilaði einnig fleira inn í, eins og framhjáhald Diddy. „Þetta var í fyrsta skipti sem ég var með einhverjum sem var mér ekki trúr,“ sagði J.Lo í viðtali við Vibe árið 2003.

Sjá einnig: Skuggaleg hegðun Sean Combs:Margra daga orgíur, barnaolía í lítravís og vökvi í æð

Jennifer og Diddy voru heitasta parið í bænum. Mynd/Getty

Skotárás á skemmtistað

Jennifer og Diddy byrjuðu saman árið 1999 og hættu saman á Valentínusardaginn árið 2001.

Eins og fyrr segir voru J.Lo og Diddy það heitasta í bænum árið 1999. Bæði nutu gífurlegar velgengar og saman voru þau sannkallað ofurpar á rauða dreglinum.

Samkvæmt grein í New York Daily News fóru Jennifer og Diddy í partý á vinsæla skemmtistaðnum, Hot Chocolate. Heimildir herma að þau hafi mætt rétt eftir miðnætti. Jennifer og Diddy komu þó ekki saman, Jennifer kom ein og Diddy kom með fylgdarliði sínu. Það var leitað á hvorugum stjörnunum við innganginn og vörðu þau tíma sínum á VIP svæðinu, aðskilin hinum sex hundrað gestunum.

Vitni sögðust hafa séð Diddy rífast við fastagest og það hafi hitnað í kolunum. Diddy á að hafa öskrað á manninn og gargað um ríkisdæmi sitt. Þegar öryggisverðir sáu hann kasta seðlum út um allt þá ákváðu þeir að skerast í leikinn og stöðva rifrildið. Skyndilega heyrðust byssuhvellir og Diddy var fylgt út úr klúbbnum. Þrír slösuðust, meðal annars kona sem var skotin í andlitið. Vitni sögðu að Diddy og meðlimur fylgdarliðs hans hafi gripið í gikkinn.

Sjá einnig: Meint dagbók Kim Porter varpar óhugnanlegu ljósi á lífið með rapparanum – „Hommapartíin voru eitt, en ungu drengirnir…“

Diddy og J.Lo handtekin

Snemma morguns þann 28. desember 1999 komu fyrstu fregnir að Jennifer Lopez, Diddy og nokkrir félagar hans höfðu verið handtekin eftir að hafa flúið vettvang glæps.

Jennifer og Diddy voru að keyra frá klúbbnum þegar lögreglan stöðvaði þau. Lögreglan fann skammbyssu í bílnum, undir bílsæti J.Lo. Enginn í bílnum var skráður fyrir byssunni né var með byssuleyfi. Þau voru öll handtekin á staðnum.

Jennifer var í fangelsi í fjórtan tíma og samkvæmt heimildarmönnum The New York Daily News var upplifunin mjög ógnvekjandi og erfið. Sum vitni sögðu hana hafa grátið nánast allan tíma og að hún hafi óttast um að fangelsisvistin táknaði endalok ferilsins.

Kærur felldar niður

Allar kærur gegn Jennifer Lopez voru felldar niður vegna skorts á sönnunargögnum.

Diddy sat í nokkra daga í fangelsi og var kærður, en sýknaður öllum ákærum árið 2001.

Samkvæmt MTV komst hann að samkomulagi með fórnarlömbunum og borgaði þeim samtals 231,5 milljónir króna.

Það mætti svo segja að í febrúar hafi þetta allt fallið í gleymskunnar dá, en þá skráði J.Lo sig í sögubækurnar með því að klæðast flegnum grænum kjól frá Versace á Grammy-verðlaunahátíðinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Er steinhissa á því sem hann sér aftur og aftur á Íslandi

Er steinhissa á því sem hann sér aftur og aftur á Íslandi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Einkaspæjari afhjúpar nýja leið hvernig makar fela framhjáhald – Forrit sem er í öllum iPhone símum og vekur engar grunsemdir

Einkaspæjari afhjúpar nýja leið hvernig makar fela framhjáhald – Forrit sem er í öllum iPhone símum og vekur engar grunsemdir
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tímamót hjá Helga Ómars – „Af einhverjum óútskýranlegum ástæðum er það rétt“

Tímamót hjá Helga Ómars – „Af einhverjum óútskýranlegum ástæðum er það rétt“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hera Björk varð fyrir hatrammri aðför: „Þetta var í hundraðatali og endaði í þúsundatali og var augljóslega skipulagt“

Hera Björk varð fyrir hatrammri aðför: „Þetta var í hundraðatali og endaði í þúsundatali og var augljóslega skipulagt“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fyrrum landbúnaðarráðherra og sagnamaður selur miðbæjarperlu á Selfossi

Fyrrum landbúnaðarráðherra og sagnamaður selur miðbæjarperlu á Selfossi
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sérstæð vinátta ræstingakonu og kolkrabba hefur heillað heimsbyggðina

Sérstæð vinátta ræstingakonu og kolkrabba hefur heillað heimsbyggðina