fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fókus

Leitaði margoft til læknis frá sex ára aldri vegna kviðverkja en alltaf vitlaust greind – „Þetta var viðbjóðslegur tími“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Sunnudaginn 22. september 2024 10:30

Lína Birgitta Sigurðardóttir. Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Athafnakonan og áhrifavaldurinn Lína Birgitta Sigurðardóttir glímdi við mikla verki og vanlíðan í mörg ár. Hún man eftir að hafa farið fyrst til læknis vegna verkjanna þegar hún var sex ára en fékk þá vitlausa greiningu.

Það var ekki fyrr en árið 2013 að hún fékk rétta greiningu en þrátt fyrir léttinn að vita loksins hvað amaði að þá var þessi tími mjög erfiður sökum mikilla veikinda. Við tók lyfjagjöf á sex vikna fresti næsta áratuginn en athafnakonan ákvað að hætta á lyfjum fyrr á árinu og prófa heildræna nálgun.

Lína Birgitta er gestur vikunnar í Fókus, spjallþætti DV, og ræðir um málið í spilaranum hér að neðan. Brotið er hluti af nýjasta þætti af Fókus sem má horfa á í heild sinni hér eða hlusta á Spotify.

video
play-sharp-fill

Lína Birgitta fór fyrst til læknis vegna verkjanna þegar hún var sex ára. Þá var sagt að hún væri með latan ristil. Þegar hún varð eldri versnaði heilsan og í kringum tvítugt var hún mjög slæm.

„Ég var búin að vera mjög veik og greindist svo árið 2013 með Crohns sjúkdóm,“ segir hún. Crohn’s sjúkdómur er svæðisgarnabólga (l. enteritis regionalis) sem tilheyrir flokki langvinnra bólgusjúkdóma í þörmum.

Eins og fyrr segir tók langan tíma að fá rétta greiningu en árin fyrir leitaði hún reglulega til lækna og fékk alltaf vitlausa meðferð. Læknar héldu að hún væri með sýkingu í ristli eða maga.

„Ég var búin að fara svo rosalega oft til læknis en það var alltaf gefið mér sýklalyf sem er það versta sem þú færð. Það er eins og varpa kjarnorkusprengju í kerfið. Svo var mér oft sagt að taka íbúfen, en ég má til dæmis ekki taka íbúfen. Allt sem mér var gefið var allt sem ég átti ekki að fá.“

Flutt á sjúkrahús

Tíminn í kringum greiningu reyndist Línu Birgittu mjög erfiður. „Þetta var ógeðslegur tími. Ég var inn og út af spítalanum, alveg svakalega veik. Þetta var viðbjóðslegur tími,“ segir hún.

Lína Birgitta var orðin mjög veik heima hjá sér þegar hún var flutt með sjúkrabíl á Landspítalann. Næsta dag fékk hún loksins greininguna. „Það er mjög erfitt að greina þennan sjúkdóm. Eftir greiningu tók við lyfjagjöf,“ segir hún.

Athafnakonan var í rúman áratug á lyfjum, sem innifól lyfjagjöf á Landspítalanum á sex vikna fresti.

„Ég er nýhætt á lyfjunum, ég tók ákvörðun um að hætta á lyfjum og vil lækna mig heildrænt. Ég er meira þar í dag,“ segir hún og bætir við að hún sé ekki á móti lyfjum enda hafi þau hjálpað þegar hún þurfti á þeim að halda.

Lína Birgitta ræðir þetta nánar í spilaranum hér að ofan. Brotið er hluti af nýjasta þætti af Fókus sem má horfa á í heild sinni hér eða hlusta á Spotify.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Íslensk hjón fóru á kaffihús í miðbænum – Fengu áfall þegar reikningurinn kom

Íslensk hjón fóru á kaffihús í miðbænum – Fengu áfall þegar reikningurinn kom
Fókus
Fyrir 2 dögum

Mynd af hjónunum á veitingastað vekur athygli: Sorglegur sannleikur sem flest pör þekkja

Mynd af hjónunum á veitingastað vekur athygli: Sorglegur sannleikur sem flest pör þekkja
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin
Fókus
Fyrir 2 dögum

Dómnefnd FKA skipuð fyrir árlega viðurkenningarhátíð 

Dómnefnd FKA skipuð fyrir árlega viðurkenningarhátíð 
Fókus
Fyrir 3 dögum

Lára og lyfjaprinsinn eiga von á erfingja

Lára og lyfjaprinsinn eiga von á erfingja
Fókus
Fyrir 3 dögum

Örlagarík reynslusaga Evu Gunnarsdóttur komin út – Hefur tekist á við mikla erfiðleika

Örlagarík reynslusaga Evu Gunnarsdóttur komin út – Hefur tekist á við mikla erfiðleika
Fókus
Fyrir 4 dögum

Nýfæddu tvíburarnir fengu óhefðbundin nöfn

Nýfæddu tvíburarnir fengu óhefðbundin nöfn
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sigmar um móður drengs sem kemur að lokuðum dyrum – „Öll fjölskyldan er í því að passa upp á að drengurinn deyi ekki“

Sigmar um móður drengs sem kemur að lokuðum dyrum – „Öll fjölskyldan er í því að passa upp á að drengurinn deyi ekki“
Hide picture