fbpx
Föstudagur 27.september 2024
Fókus

Stökk ofan í laug og kom ekki aftur upp

Kristinn H. Guðnason
Laugardaginn 21. september 2024 21:30

Myndbandið er óhuggulegt. Skjáskot/X

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Myndband af manni sem stekkur ofan í litla laug og kemur ekki aftur upp hefur valdið fólki heilabrotum. Óttast margir um afdrif mannsins.

Myndbandið var birt á samfélagsmiðlinum X (áður Twitter). Í því má sjá mann sem virðist af asísku bergi brotinn stökkva í sundskýlu ofan í þrönga laug eða hyl neðan við kletta. Sekkur hann ofan í hylinn og kemur ekki aftur upp. Milljónir hafa horft á myndbandið.

Þrjár aðrar manneskjur standa við bakkann og horfa á eftir honum. Nokkuð virðist um ólgu eða loftkúlur í vatninu og reyna þau að hrinda þeim frá til að sjá ofan í.

Nefna sumir netverjar að maðurinn hefði átt að koma upp eftir aðeins nokkrar sekúndur, kannski fjórar eða fimm. Myndbandið er hins vegar sextán sekúndna langt og ekkert bólar á honum. Nefnt er hins vegar að fólk geti haldið andanum mun lengur en það.

Aðrir geta sér til um hvort að um sé að ræða göng og hann hafi komið upp annars staðar. Hinir svartsýnustu óttast hins vegar um að hann hafi hreinlega sokkið til botns og ekki komist upp aftur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Ragnhildur segir algengar ástæður fyrir því að einstaklingar með ADHD fari í skápaskrölt á kvöldin

Ragnhildur segir algengar ástæður fyrir því að einstaklingar með ADHD fari í skápaskrölt á kvöldin
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ferðamartröð Frosta og fjölskyldu – „Ég hef aldrei lent í öðru eins“

Ferðamartröð Frosta og fjölskyldu – „Ég hef aldrei lent í öðru eins“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjöttu alþjóðlegu Kvikmyndaverðlaun Ljósbrots

Sjöttu alþjóðlegu Kvikmyndaverðlaun Ljósbrots
Fókus
Fyrir 3 dögum

Nemendur á Laugum raða inn stigum í árlegri keppni – Tannburstar notaðir til að koma í veg fyrir svindl

Nemendur á Laugum raða inn stigum í árlegri keppni – Tannburstar notaðir til að koma í veg fyrir svindl