Á dögunum opnaði hún sig um skuggahliðar bransans og sagði frá verstu klámstjörnu hún hefur unnið með.
TW: Við vörum við lýsingunum í greininni.
„Ég var að taka upp í Bandaríkjunum fyrir einu og hálfu ári síðan. Ég mælti mér mót með karlkyns klámstjörnu sem var vel þekktur fyrir að gera mjög gróft myndefni.“
Kayla segir að hún hafi upphaflega viljað vinna með manninum því hann virkaði sem fagmaður. Tökustaðurinn var snyrtilegur og allt virkaði svo fagmannlega á yfirborðinu.
„Hann nýtur mikillar velgengni í bransanum og hefur unnið með stórum stjörnum. Þannig ég ákvað að vinna með honum,“ segir hún.
„Eitt af því fyrsta sem ég tók eftir var að hann var svo rosalega vingjarnlegur, aðeins of. Hann fór með mig út að borða og var svo ljúfur, sem mér fannst á þeim tíma notalegt en sé núna að hann var að leggja grunn að einhverju.“
„Hann fær mann til að skrifa undir samþykkisyfirlýsingu, sem er algengt í þessum bransa, en hann lætur þig líka segja í mynd að þú sért samþykk öllu sem gerðist í myndbandinu, en hann lætur mann taka það upp fyrir tökur, áður en þú veist nákvæmlega hvað sé að fara að gerast.
Kayla hafði sagt við hann fyrir tökur að hún vildi alls ekki stunda endaþarmskynlíf, að hún væri slæm í maganum og vildi það ekki.
„En á meðan tökum stóð ráðskaðist hann með mig og fékk mig (e. manipulate) til að stunda endaþarmsmök, og margt annað sem er örugglega of gróft til að tala um hér [á TikTok].“
Kayla sagði að hann hafi þrengt svo fast að hálsi hennar að það leið næstum því yfir hana. Hann hafi síðan stappað niður fætinum á andlit hennar.
„Hann ráðskaðist með mig og lét mig æla yfir sig, án þess að ég hafði eitthvað um það að segja. Hann hafði ekkert rætt um það við mig að [vilja búa til ælu klám]. Hann þrýsti höfðinu mínu niður þegar [ég var að totta hann] og hann vissi alveg hvernig hann ætti að gera það til að fá mig til að æla.“
@blueeyedkaylajade Replying to @user4729857294928 the worst creator ive ever worked with #storytime ♬ original sound – blueeyedkaylajade
„Þegar hann var að gera allt þetta við mig þá slökkti hann á myndavélinni, sem er venjulega aldrei gert í þessum bransa,“ segir hún.
„Hann sagði mjög skrýtna hluti við mig, eins og ég ætti að þykjast vera ólétt eiginkona hans gengin átta mánuði á leið.“
Hún segir frá fleiri smáatriðum í spilaranum hér að neðan en við vörum við lýsingunum.
@blueeyedkaylajade Part 2 of the worst creator I ever worked with #storytime ♬ original sound – blueeyedkaylajade
Kayla sagði að stuttu eftir að þau unnu saman hafi fjöldi kvenna stigið fram og lýst upplifun sinni af manninum og sakað hann um ofbeldi. Manninum var í kjölfarið „slaufað“ og eyddu klámsíður myndböndum hans. Hún sagði að þrátt fyrir allt þetta virtist maðurinn vera að reyna að snúa aftur í bransann.