fbpx
Fimmtudagur 23.janúar 2025
Fókus

Hvíta partý Diddy var vinsælt meðal stjarnanna – Smáatriði í gömlu myndbandi vekur óhug

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 20. september 2024 09:45

Sean Diddy Combs.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríski tónlistarmaðurinn Sean „Diddy“ Combs gæti átt þungan fangelsisdóm yfir höfði sér vegna gruns um mansal og skipulagða glæpastarfsemi. Rapparinn var handtekinn í New York á mánudag eftir að niðurstaða ákærudómstóls lá fyrir. Fyrr á þessu ári gerði bandaríska alríkislögreglan, FBI, allsherjar leit á heimilum hans og áður hafði fyrrverandi kærasta hans, Cassandra Venture, stigið fram og sakað hann um ítrekuð kynferðisbrot og ofbeldi.

Sjá einnig: Skuggaleg hegðun Sean Combs:Margra daga orgíur, barnaolía í lítravís og vökvi í æð

Málið hefur vakið mikinn óhug og eru margir að skoða gamalt myndefni af Diddy. Rapparinn var þekktur fyrir frægu „hvítu partýin“ sín, þar sem gestir mættu í hvítum klæðum. Veislurnar voru vinsælar hjá stjörnunum og vel sóttar.

Gamalt myndband frá einni slíkri veislu hefur verið dregið fram í sviðsljósið, en það er einn hlutur í bakgarðinum sem hefur vakið óhug hjá fólki. Í myndbandinu má sjá risastórt hvítt rúm í bakgarðinum, en nú velta margir fyrir sér hvað hafi gerst í þessu rúmi.

The bed can be seen to the top right of the frame.

Yep, it’s a real (giant) bed.

Diddy er sagður hafa kallað kynlífspartýin sín „freak offs.“ Daily Mail vísar í gögn frá ákæruvaldinu sem virðast sýna vægast sagt syndsamlegt líferni kappans. Hann er sagður hafa haldið fjölmargar orgíur þar sem vændiskonur, eiturlyf og barnaolía í lítravís komu meðal annars við sögu.

Hann er sagður hafa borgað flug undir vændiskonur frá öllum heimshornum til að taka þátt í kynsvallsveislum sem stundum stóðu yfir í nokkra daga. Diddy er sagður hafa skipulagt þessar veislur og stýrt þeim og meðal annars „stundað sjálfsfróun“ á meðan á þeim stóð. Á sama tíma er hann sagður hafa útvegað þessum konum fíkniefni á borð við ketamín og MDMA og efni sem kallast BHB sem á meðal annars að auka úthald.

Sjá einnig: Meint dagbók Kim Porter varpar óhugnanlegu ljósi á lífið með rapparanum – „Hommapartíin voru eitt, en ungu drengirnir…“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Er steinhissa á því sem hann sér aftur og aftur á Íslandi

Er steinhissa á því sem hann sér aftur og aftur á Íslandi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Einkaspæjari afhjúpar nýja leið hvernig makar fela framhjáhald – Forrit sem er í öllum iPhone símum og vekur engar grunsemdir

Einkaspæjari afhjúpar nýja leið hvernig makar fela framhjáhald – Forrit sem er í öllum iPhone símum og vekur engar grunsemdir
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tímamót hjá Helga Ómars – „Af einhverjum óútskýranlegum ástæðum er það rétt“

Tímamót hjá Helga Ómars – „Af einhverjum óútskýranlegum ástæðum er það rétt“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hera Björk varð fyrir hatrammri aðför: „Þetta var í hundraðatali og endaði í þúsundatali og var augljóslega skipulagt“

Hera Björk varð fyrir hatrammri aðför: „Þetta var í hundraðatali og endaði í þúsundatali og var augljóslega skipulagt“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fyrrum landbúnaðarráðherra og sagnamaður selur miðbæjarperlu á Selfossi

Fyrrum landbúnaðarráðherra og sagnamaður selur miðbæjarperlu á Selfossi
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sérstæð vinátta ræstingakonu og kolkrabba hefur heillað heimsbyggðina

Sérstæð vinátta ræstingakonu og kolkrabba hefur heillað heimsbyggðina