fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Fókus

Gefa út plötu sem var átta ár í smíðum

Fókus
Föstudaginn 20. september 2024 10:00

ÆSAR eru þeir Bragi Björn og Guðjón Heiðar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tvíeykið ÆSAR, sem er skipað þeim Guðjóni Heiðari Valgarðssyni og Braga Birni Kristinssyni hefur gefið út plötuna ÁTRÚNÓ. Í fréttatilkynningu segir að platan sé innsýn í hugarheim og tilfinningalíf ungs manns sem reynir að fóta sig í lífinu samhliða því stríði sem geisar innra með honum. Sagan segir frá stormasömu ástarsambandi og tilraunum hans við að blómstra í grámyglu Reykjavíkurborgar og hringekju skemmtanalífsins.

ÁTRÚNÓ

Platan sé fyrstu persónu frásögn söguhetjunnar í leit að sjálfum sér er hann spígsporar um hæðir og lægðir tilverunnar, umheim hans og ástarsambandið sem heltekur huga hans.  Verkið megi líta á sem leikrit, eða bókmenntaverk. Hljóðheimurinn sé fjölbreyttur en rauði þráðurinn er línuleg frásögn sem sögð er frá fyrsta lagi til hins síðasta; „konsept plata”. Einvalalið taktsmiða og upptökustjóra tók þátt í gerð plötunnar og eru ÆSAR stoltir af því að birta hana nú loks opinberlega. Platan varð til á tveimur mánuðum en gerð hennar var 8 ára ferðalag sem nú loks hefur náð áfangastað.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram
Fókus
Í gær

Selena Gomez trúlofuð

Selena Gomez trúlofuð
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sagan af Kóngsa geimfara er ný barnabók eftir Laufeyju Arnardóttur

Sagan af Kóngsa geimfara er ný barnabók eftir Laufeyju Arnardóttur
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“