fbpx
Sunnudagur 09.mars 2025
Fókus

Gamalt myndband af Trump tala um Diddy vekur upp spurningar

Fókus
Föstudaginn 20. september 2024 16:29

Donald Trump, Sean Diddy Combs og Aubrey O'Day.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríski tónlistarmaðurinn Sean „Diddy“ Combs gæti átt þungan fangelsisdóm yfir höfði sér vegna gruns um mansal og skipulagða glæpastarfsemi. Rapparinn var handtekinn í New York á mánudag eftir að niðurstaða ákærudómstóls lá fyrir. Fyrr á þessu ári gerði bandaríska alríkislögreglan, FBI, allsherjar leit á heimilum hans og áður hafði fyrrverandi kærasta hans, Cassandra Venture, stigið fram og sakað hann um ítrekuð kynferðisbrot og ofbeldi.

Sjá einnig: Skuggaleg hegðun Sean Combs:Margra daga orgíur, barnaolía í lítravís og vökvi í æð

Málið hefur vakið mikinn óhug og eru margir að skoða gömul myndbönd af rapparanum og öðrum tengdum honum. Klippa úr raunveruleikaþættinum The Apprentice árið 2012 hefur verið í dreifingu um netheima undanfarna daga en í henni segir fyrrverandi Bandaríkjaforsetinn Donald Trump að hann telji Diddy vera góðan náunga þegar keppandi vildi ekki svara spurningu um rapparann.

„Ég er mjög ströng og einbeitt athafnakona, því að vinna fyrir Diddy í sex ár þjálfaði mig í að þurfa vera fullkomin,“ segir Aubrey O’Day, keppandi í fimmtu þáttaröð af The Apprentice.

„Að vinna fyrir Diddy?“ spurði þá Trump.

„Algjörlega,“ svaraði hún.

„Ég elska Diddy, þú veist. Hann er góður vinur minn. Hann er góður náungi, er hann góður náungi?“ spurði Trump.

„Ég vil ekki svara þeirri spurningu,“ svaraði O’Day.

„Vá, mér finnst hann vera góður náungi. Ég ætla að standa með honum,“ sagði Trump.

Horfðu á samtalið hér fyrir neðan.

@foodandstuff420 Trumpers will still say Diddy & Trump weren’t friends. 😂 #voteblue2024💙 #vote #trump #maga #magacult #cult45 #seancombs #puffy #news ♬ original sound – Food&Stuff

Aubrey O’Day er bandarísk söngkona og raunveruleikastjarna sem kom fyrst fram á sjónarsviðið sem meðlimur af stelpusveitinni Danity Kane, sem Diddy stjórnaði. Hún var rekin úr hópnum árið 2008 og greindi frá því árið 2022 að það hafi verið vegna þess að hún hafi ekki viljað gera ákveðna hluti fyrir Diddy eða taka þátt í ákveðnum athöfnum, sem tengdust á engan hátt tónlistinni eða bransanum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Kvörtunum rigndi inn vegna Sabrinu Carpenter – „Sem faðir tveggja stúlkna, 11 og 13 ára, er ég fjúkandi reiður“

Kvörtunum rigndi inn vegna Sabrinu Carpenter – „Sem faðir tveggja stúlkna, 11 og 13 ára, er ég fjúkandi reiður“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Telja þessar myndir sýna að Ben Affleck og Jennifer Garner séu að endurvekja neistann

Telja þessar myndir sýna að Ben Affleck og Jennifer Garner séu að endurvekja neistann
Fókus
Fyrir 4 dögum

Eiginmaður Dolly Parton sást síðast á almannafæri fimm árum áður en hann dó

Eiginmaður Dolly Parton sást síðast á almannafæri fimm árum áður en hann dó
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þorsteinn gagnrýnir „kósífemínista“ –„Á lymskulegan hátt verri en helstu varðhundar feðraveldisins“

Þorsteinn gagnrýnir „kósífemínista“ –„Á lymskulegan hátt verri en helstu varðhundar feðraveldisins“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Saga og Sturla sögðu já í Suður-Afríku

Saga og Sturla sögðu já í Suður-Afríku
Fókus
Fyrir 5 dögum

Lítt þekkt ættartengsl – Borgarfulltrúinn og hjólahvíslarinn

Lítt þekkt ættartengsl – Borgarfulltrúinn og hjólahvíslarinn
Fókus
Fyrir 6 dögum

Það síðasta sem Adrien Brody gerði áður en hann tók á móti Óskarnum – Netverjar eru ekki hressir

Það síðasta sem Adrien Brody gerði áður en hann tók á móti Óskarnum – Netverjar eru ekki hressir
Fókus
Fyrir 6 dögum

Brynjólfur hét Völu Grand ást sinni með fallegum hring

Brynjólfur hét Völu Grand ást sinni með fallegum hring