fbpx
Fimmtudagur 26.september 2024
Fókus

„Ég veit að ég fæ skammir í hattinn fyrir að segja þetta, en þetta er bara staðreynd“

Fókus
Föstudaginn 20. september 2024 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðmundur Andri Bergmann Skúlason, Gandri, viðmælandi Mumma í Kalda Pottinum, lýsir sjálfum sér sem einhverfum sveitadreng úr Borgarfirðinum. Gandri var áberandi í íslenskri þjóðmálaumræðu fyrir ríflega áratug síðan þegar hann var í framlínu þeirra sem stjórnuðu búsáhaldabyltingunni og barðist fyrir samtök lánþega í kjölfar efnahagshrunsins haustið 2008.

Samtökin lögðu meðal annars fram kvörtun til eftirlitsnefndar EES um að að íslenskir lánasamningar frá því fyrir hrun stæðust ekki kröfur EES um neytendavernd, en einhverra hluta vegna náði mál þeirra ekki í gegn. Gandri var líka virkur í Borgarahreyfingunni og um tíma framkvæmdastjóri hennar, en var síðar vikið úr starfi eftir að hafa verið vændur að ósekju um fjárdrátt. Í þættinum ræða þeir Mummi hvernig það var að alast upp í sveitinni, halda síðar ræðu fyrir framan þúsundir Spánverja sem litu til árangurs Íslendinga í búsáhaldabyltingunni, verða undir í baráttunni við ríkið og vanmættinum gagnvart dómi götunnar sem hirðir ekki alltaf um sannleiksgildi upplýsinga.

Sumir eigi erfitt með að sleppa

Gandri segir að sumir eigi með að sleppa takinu á hruninu, og kannski kominn tími til að þetta fólk haldi áfram með líf sitt.

„Ég held að það sé nú bara ákveðinn partur af þjóðinni sem vill ekki vinna úr „traumanu“, vill halda í þetta og við sjáum það bara í nýjust færslunum, boðun á mótmæli, að ákveðinn hópur er bara fastur í þessu. […] Ég held það sé það eina sem við eigum eftir að díla við með þetta hrun er að losna við þennan hóp.“

Gandri segist ekki bara vera að vísa til þingmanna heldur frekar til þeirra sem standa fyrir utan þinghúsið, með skilti í hönd, að mótmæla. Hann tekur fram að fyrir og eftir hrunið hafi hann bloggað um ástandið í þjóðfélaginu og endaði þannig sem málsmetandi maður í umræðunni. Hann vildi leiða samtal eftir hrunið um lausnir en aðrir hafi þó viljað vaða áfram með upphrópanir án þess að leggja nokkuð gagnlegt fram sem gæti orðið samfélaginu til góða.

„Þetta eru aðilar sem ég gef ekki mikið fyrir í dag,“ segir Gandir en hann vísar til Hagsmunasamtaka heimilanna sem hann segir inn í dag fara mikinn í umræðunni með kröfur sem eigi sér engan stað í raunveruleikanum.„Þetta eru örfáir aðilar að tala fyrir einhverjum sem þau segja að sé stór hópur en er ekki neitt neitt nema einhver gamall póstlisti frá því í hruninu,“ segir Gandri og telur að samtökin séu í raun bara formaðurinn, Ásthildur Lóa Þórsdóttir þingmaður Flokks fólksins, og svo kannski ritari.

„Þetta fólk hefur ekkert fram að færa, engar lausnir og ekki neitt, og ef þau tala um fjármál, eða Seðlabankann, eða hvað á að gera í dag, þá er það svo vitlaust að það nær ekki nokkurri átt. Og ég veit að ég fæ skammir í hattinn fyrir að segja þetta, en þetta er bara staðreynd. Greinar sem að formaður Hagsmunasamtaka heimilanna er að skrifa í samfloti við Ragnar Þór Ingólfsson, formann VR, eru bara vitlausar.“

Of fámenn til að finna 63 úrvalsþingmenn

Gandri telur að ef Ásthildur og Ragnar fengju að ráða hér ríkjum, stjórna Seðlabankanum og peningastefnu, þá myndi allt fara á hausinn. Markaðurinn sé markaðurinn og honum er ekki stýrt af „einum ljótum karli“ heldur sé það samfélagið, hópurinn, sem stjórnar með hegðun sinni. Ákveðnar ástæður verði til þess að hópurinn bregst við með tilteknum hætti og markaðurinn þarf svo að bregðast við. Ísland sé of lítið til að reyna að stýra markað með upphrópunum en hér sé í raun örsamfélag þar sem við líðum fyrir smæðina þar sem við höfum úr minna að moða en stærri þjóðir þegar það kemur að því að velja fólkið sem við treystum til að stjórna.

Gandri nefnir sem dæmi að Ísland á erfitt með að sigra stór alþjóðleg íþróttamót enda höfum við mun minna mengi til að velja okkar afreksfólk úr. Það sama gildi með stjórnmálin. Alveg sama hvernig við berum okkur að því að kjósa eða velja þingmenn þá breyti það aldrei menginu sem við höfum.

„Þá færðu aldrei úrvalsfólk, nema bara 1 eða 2 því við eigum það ekki til.“

Annar galli sé svo hversu margir kjósa án hugsunar. „Fólk byrjar að samsama sig með einhverjum flokki í upphafi, æsku og heldur með þeim flokki eins og íþróttaliði í gegnum súrt og sætt. Alveg saman hvað gerist. Engin málefni, skilur ekki neitt, veist ekkert um hvað er verið að fjalla. Þú bara kýst þennan flokk. Og þetta eru 30-40 prósent af þessum svona tvö hundruð og eitthvað þúsund sem eru á kjörskrá.“

Hlusta má á viðtalið við Gandra og fyrri þætti Kalda pottsins á tyr.is eða á Spotify.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Ragnhildur segir algengar ástæður fyrir því að einstaklingar með ADHD fari í skápaskrölt á kvöldin

Ragnhildur segir algengar ástæður fyrir því að einstaklingar með ADHD fari í skápaskrölt á kvöldin
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ferðamartröð Frosta og fjölskyldu – „Ég hef aldrei lent í öðru eins“

Ferðamartröð Frosta og fjölskyldu – „Ég hef aldrei lent í öðru eins“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjöttu alþjóðlegu Kvikmyndaverðlaun Ljósbrots

Sjöttu alþjóðlegu Kvikmyndaverðlaun Ljósbrots
Fókus
Fyrir 3 dögum

Nemendur á Laugum raða inn stigum í árlegri keppni – Tannburstar notaðir til að koma í veg fyrir svindl

Nemendur á Laugum raða inn stigum í árlegri keppni – Tannburstar notaðir til að koma í veg fyrir svindl